Þjálfa Kæju sem fíkniefnahund

Kæja stefnir á lögreglustörf í framtíðinni og hefur hafið þjálfun.
Kæja stefnir á lögreglustörf í framtíðinni og hefur hafið þjálfun. Ljósmynd/Lögreglan á Norðurlandi eystra

Lögreglan á Norðurlandi eystra er byrjuð að þjálfa upp nýjan fíkniefnahund, hana Kæju. Sú á ekki langt að sækja næmt þefskyn, en hún er komin undan Jökli, fíkniefnahundi lögreglunnar nyrðra. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu lögreglu.

„Kæja hefur hafið stífa þjálfun og er mjög námsfús. Við fögnum þessari viðbót í starfshópinn okkar og hlökkum til að vinna með henni,“ segir í færslunni frá lögreglu. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert