Ræða pálmatré, veggjöld og Klaustursmálið

mbl.is

Málefni Reykjavíkurborgar, Klaustursmálið og fyrirhuguð veggjöld eru meðal annars á dagskrá útvarpsþáttarins Þingvellir á K100 sem hefst klukkan 10:00 en umsjónarmaður er Björt Ólafsdóttir, fyrrverandi þingmaður og ráðherra.

Hlusta á þáttinn

Gestir fyrri hluta þáttarins eru Katrín Atladóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, og Kristín Soffía Jónsdóttir, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, en umræðuefni verða meðal annars hugmyndir um pálmatré í Vogabyggð og braggamálið.

Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, og Sigurður Páll Jónsson, þingmaður Miðflokksins, eru gestir þáttarins í síðari hluta hans.

mbl.is

Bloggað um fréttina