Geta ekið án endurmenntunar

Ökumenn verði ekki sektaðir eða kyrrsettir vegna námskeiða.
Ökumenn verði ekki sektaðir eða kyrrsettir vegna námskeiða. mbl.is/Jakob Fannar Sigurðsson

Dómsmálaráðuneytið hefur lagt til við ríkislögreglustjóra að ökuréttindi atvinnubílstjóra verði ekki afturkölluð þótt þeir aki án þess að hafa sótt endurmenntunarnámskeið eins og krafist er í lögum.

Einnig er vakin athygli á því að ekki sé heimild í umferðarlögum til að sekta bílstjóra af þessum sökum. Hins vegar verða ökuskírteini þeirra ekki endurnýjuð fyrr en þeir hafa sótt tilskilda endurmenntun.

Ákvæði um að ökumenn sem hafa réttindi á stórum bílum til farþega- og vöruflutninga í atvinnuskyni endurmennti sig reglulega var sett inn í umferðarlög á árinu 2015 vegna krafna frá Evrópu. Í bráðabirgðaákvæði var gerð krafa um að allir yrðu að vera búnir að fara á endurmenntunarnámskeið fyrir 10. september sl. Fram hefur komið að lögreglan hafi stöðvað ökumenn sem ekki hafi lokið námskeiðum, sektað þá og hótað kyrrsetningu með afturköllun ökuréttinda, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert