„Hrottaskapur og heimska“

Ólin gefur rafstuð.
Ólin gefur rafstuð. Ljósmynd/Dýraspítalinn í Garðabæ

Dýralæknar á Dýraspítalanum í Garðabæ hafa fengið til sín hunda sem hafa verið talsvert skaðaðir eftir að hafa borið hundaólar sem gefa rafstuð við tiltekna hegðun, eins og t.d. við gelt. Notkun slíkra óla brýtur í bága við reglugerð um dýravelferð og er bönnuð hér á landi.

Þessi tilvik hafa verið tilkynnt til Matvælastofnunar sem ill meðferð á dýri. Í a.m.k. einu tilviki hafði hundaþjálfari mælt með notkun ólarinnar við eigendur vegna þess að hundur þeirra gelti mikið þegar hann var einn heima.

Hanna M. Arnórsdóttir, dýralæknir á dýraspítalanum, segir að búnaður sem þessi taki ekki að neinu leyti á hegðun hundsins eða þeirri líðan sem valdi henni. „Ólin getur í besta falli aukið á vanlíðan en í versta falli valdið hundinum bæði líkamlegum og sálarlegum skaða,“ segir Hanna. „Að refsa hundi fyrir hræðslu er hrottaskapur og heimskulegri aðferð þekkist varla.“

Spurð um hvers vegna hundaþjálfarar mæli með aðferðum sem þessum sem að auki eru ólöglegar, segist Hanna ekki geta svarað því en bendir á að hver sem er geti kallað sig hundaþjálfara. Það sé ekki leyfisskylt starfsheiti og þessi starfsemi sé ekki tekin út af eftirlitsaðilum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert