RÚV mun taka til varna fyrir dómi

Lögmenn RÚV fara yfir málið.
Lögmenn RÚV fara yfir málið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögmenn Ríkisútvarpsins eru að fara yfir stefnu sem lögmaður Rositu YuF­an Zhang, eig­anda Sj­ang­hæ-veit­ingastaðanna, sendi á föstudag þar sem farið er fram á sex milljónir í miskabætur vegna fréttaflutnings. RÚV gerir að óbreyttu ráð fyrir að taka til varna fyrir dómi.

Þetta kemur fram í svari Magnúsar Geirs Þórðarsonar útvarpsstjóra við fyrirspurn mbl.is.

Auk þess að fara fram á áðurnefndar miskabætur er farið fram á 1,2 milljónir í bætur frá RÚV vegna birtingar og að ýmis ummæli verði dæmd dauð og ómerk. Er það vegna umfjöllunar frétta­stofu RÚV um veit­ingastaðinn Sj­ang­hæ á Ak­ur­eyri árið 2017.

Sæv­ar Þór Jóns­son, lögmaður Rositu, sagði við mbl.is að málið yrði sótt af festu og að hann telji að málagrundvöllurinn sé mjög sterkur.

Sj­ang­hæ-málið vakti mikla at­hygli og var fyr­ir­ferðar­mikið í fjöl­miðlum lands­ins fyrstu dag­ana í sept­em­ber 2017. Í fyrstu frétt ruv.is af mál­inu 30. ág­úst 2017 sagði meðal ann­ars: „Eig­andi veit­ingastaðar á Ak­ur­eyri er grunaður um vinnum­an­sal. Grun­ur leik­ur á að starfs­fólkið fái greidd­ar þrjá­tíu þúsund krón­ur á mánuði í laun og borði mat­araf­ganga af veit­ingastaðnum.“

Um­mæl­in eru meðal þeirra sem stefn­end­ur gera ósk um að verði dæmd dauð og ómerk.

Veitingastaðurinn Sjanghæ.
Veitingastaðurinn Sjanghæ. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Málið er rakið í stefnunni en þar kemur fram að stéttarfélaginu Einingu-Iðju hafi borist ábendingar um aðstæður starfsfólks á veitingastaðnum. Rætt var við fulltrúa stéttarfélagsins í kvöldfréttum RÚV 30. ágúst 2017, fyrir utan veitingastaðinn.

Stétt­ar­fé­lagið komst að þeirri niður­stöðu að þær upp­lýs­ing­ar um kjör starfs­manna sem fram kæmu í gögn­um sem aflað var við vinnustaðaeft­ir­litið stæðust al­menna kjara­samn­inga og launataxta sem giltu á veit­inga­hús­um. Grun­ur um man­sal reynd­ist því ekki á rök­um reist­um, sam­kvæmt at­hug­un stétt­ar­fé­lags­ins.

Í stefn­unni seg­ir að ljóst sé að starfs­menn Einingar-Iðju hafi aldrei staðfest annað en að ábend­ing hafi komið fram og grun­ur léki á að eitt­hvert mis­ferli væri í gangi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Innlent »

Fjarveran gagnrýnd

05:30 „Hún hefði átt að nýta tækifærið, taka á móti honum og ræða brýn málefni á borð við loftslagsmál og öryggis- og varnarmál. En hún forgangsraðar auðvitað verkefnum sínum,“ segir Hanna Katrín Friðriksson, formaður þingflokks Viðreisnar, í Morgunblaðinu í dag. Meira »

Norðmenn kaupa hlut í Nóa-Síríusi

05:30 Nói-Síríus hf. og Orkla ASA hafa komist að samkomulagi um kaup þess síðarnefnda á 20% hlut í Nóa-Síríusi, að undangengnu samþykki Samkeppniseftirlitsins. Meira »

Eldislax ekki veiðst

05:30 Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám. Meira »

Fylgjast áfram vel með vatninu

05:30 Lögreglan ákvað síðdegis í gær að gera hlé á formlegri leit að belgíska ferðamanninum Björn Debecker. Hann er talinn hafa fallið í Þingvallavatn fyrir um 13 dögum. Meira »

Virða ekki lokun lögreglu

05:30 Dæmi eru um það að ferðamenn hafi ekki fylgt fyrirmælum lögreglu og farið inn á lokað svæði í Reynisfjöru, þar sem skriða féll á þriðjudag. Þetta staðfestir Björn Ingi Jónsson, verkefnastjóri almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi. Meira »

Húsvísku sjóböðin á lista Time

Í gær, 23:35 Sjóböðin á Húsavík (GeoSea) hafa ratað á árlegan lista tímaritsins Time Magazine sem einn af 100 áhugaverðustu stöðum í heiminum til að heimsækja á árinu 2019. Meira »

Lýkur hringferðinni við Laugardalshöll

Í gær, 23:07 Ein­ar Hans­berg Árna­son lýkur á morgun 500.000 metra langri hringferð sinni um landið. Frá því síðasta föstudag hefur Einar stoppað í 36 sveit­ar­fé­lög­um og róið, skíðað eða hjólað í sér­stök­um þrek­tækj­um 13.000 metra á hverj­um stað, einn metra fyr­ir hvert barn sem brotið er á. Meira »

Bólusetning kæmi í veg fyrir krabbamein

Í gær, 22:50 Hægt yrði að koma í veg fyrir um 92% af krabbameinstilvikum af völdum HPV-veirunnar með bólusetningu. Talið er að um 34.800 slík tilvik hafi greinst á árunum 2012-2016, samkvæmt nýrri rannsókn. Meira »

Hleypur sitt 250. maraþon

Í gær, 21:30 Fáir komast með tærnar þar sem Bryndís Svavarsdóttir er með hælana þegar kemur að fjölda maraþonhlaupa. Á laugardaginn hyggst hún hlaupa sitt 250. maraþon. Þetta verður 23. Reykjavíkurmaraþon hennar í röð og 12. maraþonið á þessu ári sem hún hleypur. Meira »

Keyrsla á Söndru Rún

Í gær, 21:15 Kennsla á haustönn í Borgarholtsskóla byrjaði í vikubyrjun og Sandra Rún Ágústsdóttir heldur áfram í bílamálun og bifvélavirkjun þar sem frá var horfið í vor. Í sumar keyrði hún 18 hjóla trukk frá morgni til kvölds og hefur hug á að halda áfram á þeirri braut í vetur með náminu. Meira »

Hafa safnað 10% hærri upphæð en í fyrra

Í gær, 20:55 5.300 hlaupa til góðs í Reykjavíkurmaraþoninu í ár fyrir 190 góðgerðafélög og hafa aldrei verið fleiri. Áheitasöfnunin á hlaupastyrkur.is gengur mjög vel og er búið að safna 10% hærri upphæð nú en á sama tíma í fyrra. Reykjavíkurmaraþonið fer fram í 36. sinn í ár. Meira »

Útskýrðu starfsumhverfi lögreglu

Í gær, 20:40 „Við fórum yfir verklag á borgarhátíðum og útskýrðum okkar starfsumhverfi,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri LRH. Sigríður Björk mætti í dag á fund mann­rétt­indaráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, þar sem verklag lög­reglu á hátíðum á veg­um borg­ar­inn­ar var til umræðu. Meira »

Stúdentar hætta að selja vatn

Í gær, 20:25 Tekin hefur verið ákvörðun um að hætta að selja vatn í plastflöskum í mötuneyti Félagsstofnunar stúdenta, Hámu. Sömuleiðis hefur úrval vegan-matar í Hámu tekið stakkaskiptum og standa nú tveir heitir vegan-réttir stúdentum til boða í hádeginu. Meira »

„Flæði af lyfseðilskyldum lyfjum“

Í gær, 19:56 „Það sem gerðist í fyrra var að við vorum allt í einu með þetta flæði af lyfseðilskyldum lyfjum sem krakkarnir voru allt í einu komin á fullt í,“ svarar Guðmundur Fylkisson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, spurður um fækkun leitarbeiðna vegna týndra barna og ungmenna. Meira »

Drengnum ekki vikið úr FÁ

Í gær, 19:10 „Honum hefur ekki verið vikið úr skólanum. Það er ekki rétt. Við megum ekki víkja nemendum úr skóla sem ekki eru orðnir 18 ára gamlir,“ segir skólameistari FÁ spurður um mál fatlaðs drengs sem greint var frá að hefði verið vikið úr sérdeild skólans eftir tveggja daga skólavist. Meira »

„Sókn og vörn íslenskunnar í fortíð, nútíð og framtíð“

Í gær, 18:48 „Við erum að efla rannsóknir á ritmenningu okkar sér í lagi frá miðöldum. Ég legg mikla áherslu á sókn og vörn íslenskunnar, í fortíð, nútíð og framtíð. Að kunna góð skil á bókmenntaarfinum hjálpar okkur að horfa til framtíðar,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Meira »

Stöðvuðu kannabisrækt í Kópavogi

Í gær, 18:33 Vinnueftirlitið óskaði eftir aðstoð lögreglu í Grafarholti um ellefuleytið í morgun vegna erlendra verkamanna sem voru þar í vinnu án allra réttinda. Þá stöðvaði lögregla kannabisræktun í Kópavogi. Meira »

Fatlaður drengur rekinn eftir tvo daga

Í gær, 18:08 Freyr Vilmundarson er fatlaður drengur sem var rekinn úr sérdeild Fjölbrautaskólanum í Ármúla fyrir fötluð börn eftir aðeins tvo daga í námi. Fyrri daginn var hann með fylgdarmann með sér en sagt að hann þyrfti hann ekki með seinni daginn. Meira »

„Ekki margar konur úr að velja“

Í gær, 17:59 „Hann hefur sagst ætla að gera tillögu innan þingflokksins, en ómögulegt a segja hver hún verður,“ svarar Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, er blaðamaður spyr hvort hægt sé að spá fyrir hver tillaga Bjarna Benediktssonar verður um skipun nýs dómsmálaráðherra. Meira »
Gisting við flugvöll...
Lítið og kósí sumarhús við lítinn flugvöll á kjarri vöxnu landi á suðurl. 2 nætu...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveitu- skeljar Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220,...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Eldhússtólar
Til sölu 6 stk eldhússtólar, hvítir á stálfótum. Vel útlítandi. Verð kr 2500 st...