Segist ekki geta svarað um endurkomu Ágústs

Ágúst Ólafur Ágústsson (t.v.) og Logi Einarsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson (t.v.) og Logi Einarsson.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist ekki geta svarað því hvort Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður flokksins, muni snúa aftur á þing síðar í vikunni.

Ágúst Ólafur tók sér tveggja mánaða launalaust leyfi í kjölfar áminningar frá trúnaðarnefnd flokksins vegna áreitni í garð konu.

Hann tilkynnti þetta 7. desember og verða því tveir mánuðir liðnir síðan þá á fimmtudaginn, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert