Snjóflóð flæddi yfir Þjóðveg 1

Einn bíll keyrði inn í snjóflóðið í morgun.
Einn bíll keyrði inn í snjóflóðið í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þjóðvegur 1 um Hvalnes- og Þvottárskriður skammt frá Djúpavogi er lokaður eftir að snjóflóð flæddi yfir veginn í morgun. Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri hjá Vegagerðinni, segir mikla snjókomu á svæðinu og að vegurinn sé lokaður enn um sinn.

„Það er lokað á meðan þetta ástand varir,“ segir Reynir í samtali við mbl.is. „Við erum með björgunarsveitir frá Höfn og Djúpavogi sem loka veginum,“ segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá öðrum starfsmanni Vegagerðarinnar hefur nokkrum erlendum ferðamönnum verið snúið við vegna lokunarinnar.

Eins og kom fram á mbl.is fyrr í dag var bíl ekið inn í snjóflóðið í morgun, en varð ekki fyrir snjóflóðinu. „Hann festi sig aðeins en það skemmdist ekkert,“ segir Reynir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert