Aldís leitast eftir viðtali í Silfrinu

Aldís Schram spyr hvort þáttastjórnendur Silfursins á RÚV ætli ekki …
Aldís Schram spyr hvort þáttastjórnendur Silfursins á RÚV ætli ekki að veita henni „drottninga[r]viðtal“ líkt og faðir hennar fékk síðastliðinn sunnudag. mbl.is/Eggert

Aldís Schram, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, hefur óskað eftir því að fá að segja sína sögu og bregðast við svörum Jóns Baldvins sem hann veitti í Silfrinu á sunnudag, í sambærilegu viðtali, það er í sjónvarpi.

Í færslu á Facebook segist Aldís vera að safna kröftum þar til hún mun tilneydd verða að „verjast þessu slæga illmenni“. Þar vísar hún til föður síns, sem ræddi ásak­an­irn­ar sem hann hef­ur á síðustu miss­er­um verið bor­inn, um að hafa beitt kon­ur kyn­ferðis­legu áreitni og að hafa í krafti valds síns látið nauðung­ar­vista dóttur sína, Aldísi.

Í viðtalinu sagði Jón Baldvin meðal annars að enginn einn maður gæti nauðungarvistað annan einstakling. „Það er neyðarúr­ræði lækna. Það þarf aðkomu fleiri lækna og það þarf at­beina dóms­málaráðuneyt­is,“ sagði hann. Þá sagði hann það frá­leitt að hann einn hefði stöðu sinn­ar vegna getað staðið fyr­ir því að dótt­ir hans væri nauðung­ar­vistuð.

Aldís segist liggja undir feldi en það muni ekki vara lengi. „En viti menn, klædd brynju réttlætisins mun ég skjótt há lokaorustuna til sigurs - alls óhrædd, og sigra hann og hans barnaníðingabandalag. Og það á opinberum vettvangi,“ segir í færslu Aldísar, sem óskar jafnframt eftir því að vinir sínir og kunningjar á Facebook spyrji þáttastjórnendur Silfursins hvort þeir ætli ekki að veita henni „drottninga[r]viðtal?“

mbl.is

Bloggað um fréttina