Matvælastefna sett á dagskrá

Fulltrúar samtakanna kynna ráðherrum stefnuna.
Fulltrúar samtakanna kynna ráðherrum stefnuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Forsætisráðherra hyggst setja matvælastefnu á dagskrá ríkisstjórnarfundar nk. föstudag í samræmi við sjónarmið fernra samtaka í matvælaframleiðslu um mótun matvælastefnu fyrir Ísland sem kynnt voru fjórum ráðherrum í gær.

Katrín Jakobsdóttir segist hafa áhuga á að sjá hvernig hægt sé að vinna að þessum málum, á þeim grunni sem fyrir er og samhliða því starfi sem þegar er unnið að. Vonast hún til að í lok árs verði komin sýn á málið sem teygir sig yfir alla geira samfélagsins.

Samtök iðnaðarins, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök ferðaþjónustunnar og Bændasamtök Íslands telja að stefnumörkun stjórnvalda þurfi að endurspegla þau miklu tækifæri sem blasa við í íslenskri matvælaframleiðslu og gera fyrirtækjum kleift að nýta þau.

Katrín segir jákvætt að samtök úr atvinnulífinu hafi stillt saman strengi sína og komi að borðinu. Hún segir að margt í sjónarmiðum þeirra rími við hennar eigin áherslur. Ræða þurfi um málefni matvælaframleiðslu þvert á ráðuneyti og geira enda snerti þau svo mörg svið samfélagsins. Þess vegna hafi hún fengið þrjá aðra ráðherra með sér á fundinn með samtökunum, ráðherra landbúnaðar og sjávarútvegs, ferðamála og iðnaðar og umhverfis. „Ég tel að það séu tækifæri til að stilla saman strengi okkar megin. Mín sýn er að við teygjum þetta lengra, fáum heilbrigðisráðherra og byggðamálaráðherra einnig að borðinu,“ segir Katrín m.a. í umfjöllun um matvælastefnuna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert