Þakplötur fuku í Eyjum

Þessi vindbrotsveggur molnaði niður í rokinu í Vestmannaeyjum í dag.
Þessi vindbrotsveggur molnaði niður í rokinu í Vestmannaeyjum í dag. mbl.is/Óskar Pétur Friðriksson

Björgunarfélag Vestmannaeyja hafði í nógu að snúast síðdegis í dag við að festa þakplötur og klæðningar sem voru byrjaðar að losna af húsum víðs vegar um bæinn.

Arnór Arnórsson, formaður Björgunarfélags Vestmannaeyja, segir í samtali við mbl.is að ekki hafi verið um alvarlegt tjón að ræða og að öllum verkefnum sé lokið núna.

Björgunarfélagsmenn bíða þó enn í viðbragðsstöðu, enda er enn að bæta í vindinn. 37 metra meðalvindhraði var á Stórhöfða í Heimaey kl. 18 og mesta hviða sem mælst hafði var 48 m/sek.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert