Ýmislegt getur gerst á bókasafni

Ingvi og Barbara láta fara vel um sig í einum ...
Ingvi og Barbara láta fara vel um sig í einum af mörgum sófum bókasafnsins, þar sem sumir sofna. mbl.is/​Hari

„Á bókasafni gerist ýmislegt, hér hefur bókasafnsgestur verið gripinn við að snæða bækur, bókstaflega. Þó að við séum hlynnt því að fólk hámi í sig bækur í óeiginlegri merkingu, þá þurftum við að banna viðkomandi að borða bækur safnsins. Þetta gerðist eftir að Þórarinn Eldjárn orti um bókagleypinn og er því gott dæmi um að lífið hermir eftir listinni.“

Þetta segir Ingvi Þór Kormáksson en hann og aðrir starfsmenn Borgarbókasafnsins sendu frá sér myndband á dögunum þar sem hljómsveit þeirra, Bókbandið, flutti lag um bókagleypi við fyrrnefndan texta Þórarins.

„Þegar í ljós kom að Ingvi átti í fórum sínum lag við texta Þórarins voru hæg heimatökin fyrir Bókbandið að telja í. Við tókum myndbandið upp fyrir opnun safnsins einn morguninn, og höfðum mjög gaman af. En við í Bókbandinu höfum spilað saman áður á skemmtun,“ segir Barbara Guðnadóttir safnstjóri sem spilar á selló og bætir við að meðal starfsmanna bókasafnsins sé margt skapandi fólk sem ýmist spili á hljóðfæri eða syngi í kórum. „Við fengum Bödda Reynis til liðs við okkur og hann tók að sér að vera aðalsöngvarinn. Og Vilhjálmur Guðjónsson sá um hljóðritun og mikið af hljóðfæraleiknum.“

Ingvi segist hafa átt demó af laginu um bókagleypinn sem var meira en tuttugu ára gamalt.

„Meðfram því að vera bókavörður hef ég alltaf verið viðloðandi tónlist og spilandi í hljómsveitum frá því ég var unglingur. Seinna fór ég að spila blús og djass og undanfarin þrjátíu ár hef ég gert mikið af því að semja lög. Ég á um 200 lög útgefin. Ég var í hljómsveit sem hét JJ Soul Band, en hana leiddi breski söngvarinn JJ Soul, sem bjó um tíma á Íslandi. Við gáfum út fjóra diska og þetta er allt til á veraldarvefnum. Rafræna byltingin í tónlist hentaði ágætlega fyrir fólk eins og mig sem átti til mikið efni á lager, efni sem gengur betur í útlöndum en hér heima. Það sem ég hélt að væri gleymt og grafið, hefur öðlast nýtt líf með tilkomu netsins í dreifingu á tónlist,“ segir Ingvi sem einnig hefur samið mörg lög við íslensk ljóð.

„Enda voru hæg heimatökin fyrir mig að nálgast allar ljóðabækur landsins hér á safninu. Stundum kviknaði lag við fyrsta lestur ljóðs sem verður á vegi mínum við að glugga í ljóðabók,“ segir Ingvi sem lætur nú af störfum hjá Borgarbókasafninu eftir 45 ára starf.

„Þau héldu heljarinnar kveðjupartí fyrir mig og Bókbandið spilaði tvö lög eftir mig. Ég var bráðkvaddur,“ segir hann og hlær, en Barbara bætir við að þótt Ingvi sé afskrifaður sem starfsmaður á bókasafninu sé enginn afskrifaður úr Bókbandinu. „Sú hljómsveit lifir áfram og Ingvi verður kallaður til fyrir innanhússkemmtanir.“

Draugagangur í gamla húsi

Ingvi hóf störf hjá bókasafninu árið 1974, sama dag og hann byrjaði í námi í Háskólanum í bókasafnsfræðum og bókmenntum.

„Mér hefur fundist gaman alveg frá upphafi að vinna á bókasafninu og þegar ég lít til baka þá hefur auðvitað sitthvað skemmtilegt komið upp á. Auk þess að standa bókagleypi að verki þá höfum við orðið vör við ástaratlot bókasafnsgesta á milli bókarekka. Og stundum hefur fólk sofnað hér í sófunum. Einu sinni gleymdist manneskja inni á bókasafninu í Þingholtsstræti, þá sá konan mín skugga bregða fyrir inni í safni eftir lokun og hún lét sögur af draugagangi í því gamla húsi ekki stoppa sig í að athuga hvers kyns væri. Í ljós kom að bókasafnsgestur hafði lokast inni, komst ekki út.“

Barbara bætir við að það hafi einnig komið fyrir í núverandi húsnæði að kerfið hafi farið í gang löngu eftir að búið var að skella í lás að kvöldi en þá hefur einhver rumskað upp af værum blundi og farið á stjá.

„Sumir vilja gjarnan gleymast hérna,“ segir hún, enda bókasafnið notalegur staður. „Þegar rignir úti eða hörkufrost ríkir er alltaf margt um manninn hér enda eitthvað fyrir alla að finna á stóru safni. Bókasöfn hafa breyst mikið, nú er þau staður þar sem fólk kemur ekki aðeins til að fá lánaðar bækur og leita upplýsinga, heldur líka til að njóta hverskonar viðburða sem við bjóðum upp á. Hér er skapandi starf, til dæmis hlaðvarpsstúdíó fyrir þá sem vilja. Hingað eru allir velkomnir, óháð stétt og stöðu, þetta er griðastaður fyrir alla.“

Þau segja þá sem hvergi eiga höfði sínu að halla stundum sækja í safnið enda velkomið, svo framarlega sem fólk fari eftir reglum safnsins sem snú aða almennri kurteisi, umgengni og mannlegum samskiptum. „Mér finnst dásamlegt að hingað komi fólk úr öllum stéttum samfélagsins,“ segir Barbara og Ingvi bætir við að margir forsetar hafi komið á hans 45 árum í safninu til að fá lánaðar bækur. „Vigdís kom oft á sínum tíma.“

Ekki áhyggjur af dauða bóka

Barbara segir að nú þegar ætlast sé til að allir framkvæmi allt í gegnum tölvur eða síma á netinu sæki það fólk í auknum mæli til þeirra á bókasafninu sem annaðhvort kunni ekki á slík tæki eða hafi ekki aðgang að neti.

„Hingað kemur fólk í ólíkustu erindum, jafnvel þeir sem hafa týnt vegabréfi og þurfa að fara í gegnum erfitt umsóknarferli í tengslum við sendiráðin. Við erum að bjóða upp á þjónustu og aðstoð sem er hvergi annars staðar í boði. Við hjálpum fólki, líka þeim sem þurfa aðstoð við að setja upp starfsferilsskrár til dæmis. En bókasafnið er fyrst og fremst staður þar sem allir hafa aðgang að fræðslu, upplýsingu og afþreyingu með gríðarlega góðum bókakosti og öðru efni, erlendu fræðiefni og tónlist. Hér er hægt að fá lánaðar vínilplötur og geisladiska, og þeir sem eiga bókasafnsskírteini hafa aðgang að Naxos, tónlistarveitu okkar fyrir klassíska tónlist á netinu. “

Barbara og Ingvi hafa engar áhyggjur af dauða bókarinnar í pappírsformi.

„Rafbókasafnið hóf göngu sína hér fyrir rúmu ári, en reyndar er það svo að frá því rafbækur komu fram á sjónarsviðið hafa þær aldrei farið yfir 15 prósent á bókamarkaði, hvorki hér á landi né úti í heimi. Kannanir sýna að yfir 80 prósent fólks vilja lesa bækur í pappírsformi. Hljóðbækur eru vinsælar hjá okkur, ekki síst á Rafbókasafninu, enda gott að hlusta meðan ekið er, hjólað eða hlaupið, og úrvalið þar hefur aukist mjög mikið. Rafbækur eru fyrst og fremst viðbót, þeir sem lesa mikið þeir lesa rafbækur, hlusta á hljóðbækur og lesa bækur á pappír. Fjölbreytnin er meiri en þetta gamla góða lifir áfram.“ 

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Innlent »

Höfðu beðið og leitað

13:49 Ævilangri leit Gunnars Smith að föður sínum lauk á síðasta ári en eftir að hafa reynt allt í leitinni kom sonur hans, Hlynur Smith, honum á sporið. Meira »

Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“

13:10 The Reykjavík Grapevine og Iceland Review, íslenskir fjölmiðlar sem skrifa á ensku, gera alvarlegar athugasemdir við ákvæði í frumvarpi að lögum um styrki til fjölmiðla, um að efnið verði að vera á íslensku. Meira »

Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna

11:11 Stefán Andrésson, sonur Þorbjargar Pálsdóttur myndhöggvara, auglýsir nú eftir afdrifum eins verka móður sinnar. Verkið sem um ræðir er Hrekkjusvín og var á útilistasýningu á Skólavörðuholtinu 1972. Eftir það fór verkið til Neskaupsstaðar og Vestmannaeyja, en síðan hefur ekkert til þess spurst. Meira »

Úlfur úlfur

10:24 Það kemur að því að þú áttar þig á því að fréttin: „Svona getur þú unnið milljónir í lottóinu“ mun líklega ekki skila neinum peningum. Og það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að gera margar fréttir um fólk sem trúði ekki sínum eigin augum. Meira »

Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni

09:54 Flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli óskuðu nýverið eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna flugfarþega sem höfðu hreiðrað um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í flugstöðinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að öryggisgæslan á flugvellinum hafi reynt að koma þeim á æskilegri stað, en þau brugðist illa við þeim umleitunum. Meira »

Stefnir í góðan dag í brekkunum

09:54 Helstu skíðasvæði landsins opna núna klukkan tíu í dag og eru opin frameftir degi. Bláfjöll, Skálafell og Hlíðarfjall tala öll á vefsíðum sínum um smá frost en hér um bil logn víðast. Meira »

Sex skip voru við loðnuleit

09:30 Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Meira »

Grænmetismarkaðurinn jafnar sig

08:18 „Mér sýnist markaðurinn vera heldur að jafna sig á Costco-áhrifunum. Ég upplifi það líka sem viðskiptavinur að hægt er að fá körfu þótt komið sé þangað á föstudegi,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, um þróunina í sölu á grænmeti og berjum. Meira »

Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar

07:57 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa áhyggjur af tíðum umferðarslysum á þjóðvegunum, að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Hann benti á að auknum fjölda erlendra ferðamanna hefði fylgt fjölgun slysa. Meira »

Erlendir svikahrappar í símanum

07:37 Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík hefur orðið fyrir ónæði vegna hringinga í heimilissíma, þar sem hringjendur tala ensku, segjast vera frá tölvufyrirtæki og vilja laga tölvur viðkomandi með aðstoð eigendanna. Meira »

Réðst á gesti og starfsfólk

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvaðri konu við veitingahús í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Konan neitaði aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Handtekinn eftir umferðarslys

07:14 Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á Bústaðarvegi við Sprengisand, en þar höfðu tveir bílar skollið saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn grunaðar um ölvun við akstur og að hafa ekið án réttinda. Meira »

Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin

05:30 „Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Hansen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukkun frá Vaðlaheiðargöngum í vikunni, þegar hann opnaði heimabanka sinn í tölvunni. Meira »

Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón

05:30 Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Meira »

Kostir stjórnvalda skýrir

05:30 „Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórnvöld, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjörtímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöðugra samfélag,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir að verkalýðsfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins í gær. Meira »

Reglur um kaupauka íþyngi ekki

05:30 Starfsfólk fjármálafyrirtækja á Íslandi getur fengið mest 25% kaupauka sem hlutfall af árslaunum. Slíkt hámark er ekki hjá öðrum starfsstéttum á Íslandi. Meira »

Heiðursborgarar funda í Iðnó

05:30 Boðað er til svonefndrar baráttuskemmtunar um Víkurkirkjugarð í Iðnó í dag, laugardag, kl. 14. Ávörp flytja Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Hjörleifur Stefánsson. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar söng og leikarar flytja leikþátt. Meira »

Fjórhjólum ekið um göngustíga

05:30 Nokkur brögð eru að því innan og utan höfuðborgarsvæðisins að fjórhjólum sé ekið um göngustíga eða aðra slóða sem ökutækjum er bannað að aka eftir. Meira »

Vistaður í fangageymslu eftir bílveltu

Í gær, 23:42 Bíll valt á Vesturlandsvegi í Kollafirði á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Meira »
Tek að mér
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald, Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Mitsub pajeró 3,2 D 2001 til sölu
kemur á götuna 29 des 2001 ekinn aðeins 206,000 km 2 eigendur. bíl í fínu stand...