Hluta fjárveitinga skilað á Kjalarnes

Kjalarnes.
Kjalarnes. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Meirihluti umhverfis- og samgöngunefndar hefur lagt fram breytingartillögu við breytingartillögu sína við tillögu að samgönguáætlun fyrir árin 2019-2023.

Með henni er dregið úr tilfærslu fjárveitinga til breikkunar hringvegar um Kjalarnes á milli ára.

Í upphaflegri tillögu átti að flytja 600 milljónir af Kjalarnesi á þessu ári og því næsta í önnur verkefni en bæta það upp á árunum 2022 og 2023. Í greinargerð kemur fram að við breytingar á samgönguáætlun hafi ekki verið ætlun meirihlutans að seinka verklokum framkvæmda eða draga verulega úr framkvæmdahraða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert