Margvíslegar fyrirspurnir vegna útgöngu Breta

Mótmælt við þinghúsið í London.
Mótmælt við þinghúsið í London. mbl.is/Gunnlaugur Snær Ólafsson

Margvíslegar fyrirspurnir hafa borist utanríkisráðuneytinu vegna útgöngu Breta úr Evrópusambandinu og þá sérstaklega eftir að útgöngusamningur Bretlands úr ESB var felldur á breska þinginu.

Þessar fyrirspurnir hafa verið frá almenningi, fyrirtækjum og öðrum sem eiga hagsmuna að gæta, en Bretland er meðal mikilvægustu viðskiptalanda Íslendinga.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að unnið er að gerð samnings á milli Íslands, Noregs og Bretlands hvað varðar vöruviðskipti sem myndi fela í sér að núverandi tollkjör héldu í grundvallaratriðum áfram að gilda fyrir inn- og útflutning til og frá Bretlandi. Vinna við gerð samningsins er vel á veg komin og stefnt er á að hægt verði að beita honum ef til þess kemur að Bretland gangi úr ESB án samnings í lok næsta mánaðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert