Veðmál vaxandi vandamál

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Myndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Það veldur okkur miklum áhyggjum, sé það raunin,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri Handknattleikssambands Íslands, HSÍ, um að dæmi séu þess að leikmenn hér á landi hafi veðjað á eigin leiki.

Ný BS-rannsókn Guðmundar Sigurðssonar við sálfræðideild Háskóla Íslands um spilavanda handboltafólks á Íslandi bendir til þess að fjöldi þeirra sem stunda veðmál í tengslum við íþróttina sé umtalsverður. Þar kom fram að tæplega 47% leikmanna úr félagsliðum Íslandsmótsins hafi tekið þátt í peningaspilum. Af þeim sem veðjuðu á handboltaleiki höfðu 38% veðjað á leiki í eigin deild og rúmlega 10% veðjað á eigin leik.

Þá kom einnig fram í rannsókninni að 56% þátttakenda vissu ekki hvort það væri ákvæði í samningi þeirra sem bannaði þeim að taka þátt í veðmálum vegna úrslita handboltaleikja. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Róbert Geir að lög HSÍ séu ef til vill of almenn og vonast til þess að málið verði tekið fyrir á ársþingi sambandsins í vor.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert