Halda leit áfram inn í nóttina

Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni.
Björgunarsveitarmenn að störfum. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Óskað hefur verið eftir aðstoð björgunarsveita á höfuðborgarsvæðinu við umfangsmikla leit að konu sem saknað hefur verið í Skaftafelli frá því um miðjan dag í dag. Áður var búið að kalla út björgunarsveitir á svæði sem nær frá Árnessýslu til Vopnafjarðar og segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að til standi að halda leitinni áfram eitthvað inn í nóttina.

Björg­un­ar­sveit­ir á Suðaust­ur­landi voru kallaðar út á sjö­unda tím­an­um í kvöld vegna leit­ar að konunni, sem varð viðskila við samferðafólk sitt er þau voru á göngu í þjóðgarðinum í dag.  

Að sögn Davíðs Más eru 30 hópar nú við leit að konunni, m.a. björgunarsveitarmenn með hunda og dróna. Þá hefur þyrla Landhelgisgæslunnar tekið þátt í leitinni.

„Það er komið myrk­ur og er kalt úti og þess vegna vilja menn spýta í lóf­ana og reyna að kom­ast hraðar yfir stærra svæði,“ seg­ir Davíð Már í samtali við mbl.is fyrr í kvöld um þann fjölda sem tek­ur þátt í leit­inni.

Hann segir að svo virðist sem konan hafi verið með síma. Lögregla eigi því að geta miðað út símann, sem getur gefið vísbendingar um verustað konunnar og hefur það verið gert í þessu tilfelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert