Ekki mjög bjartsýnn á að semjist í febrúar

Enn sér ekki til sólar í kjaraviðræðunum þegar tæpir 40 …
Enn sér ekki til sólar í kjaraviðræðunum þegar tæpir 40 dagar eru liðnir frá því samningar runnu út. mbl.is/​Hari

„Við náttúrlega stefnum að því að klára samninga sem fyrst en hins vegar eru ákveðin flækjustig. Ég er ekkert rosalega bjartsýnn á að það verði skrifað undir í febrúar en við reynum áfram,“ segir Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, um stöðuna í kjaraviðræðunum og framgang viðræðna iðnaðarmanna og SA.

Kristján segir ganginn í viðræðunum svipaðan og verið hefur en þó sé kannski heldur rólegra yfir núna en áður. „Við erum að ræða sérkröfur í undirhópum og síðan skiptir að sjálfsögðu máli hvað kemur fram frá ríkinu í þessari samningalotu. Það er vinna þar í gangi sem er aðeins að hægja á okkur finnst mér,“ segir hann.

Í umfjöllun  um stöðuna í kjaraviðræðunum í Morgunblaðinu í dag segir Kristján að umræðan um aðgerðir stjórnvalda sem ekki liggur fyrir hverjar verða, flæki vissulega stöðuna. „Það samtal getur verið frekar hægfara vegna þess að þau sitja ekki við borðið hjá okkur.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert