Reyna að blekkja umsækjendur
Einkaleyfastofunni berast reglulega ábendingar um að íslenskum umsækjendum hafi borist erindi frá erlendum aðilum þar sem óskað er eftir greiðslu fyrir birtingu vörumerkja í erlendum gagnagrunnum.
„Þarna getur verið um umtalsverðar fjárhæðir að ræða sem er verið að reyna að hafa af eigendum hugverka eða umsækjendum,“ segir Elva Íshólm Ólafsdóttir, sviðsstjóri rekstrarsviðs Einkaleyfisstofunnar, og nefnir að 1.800 til 1.900 evrur séu algengar í því samhengi, eða í kringum 250 þúsund krónur.
Samræmdar aðgerðir í gangi
Á vef Einkaleyfastofunnar kemur fram að stofan hafi enga tengingu við þessa aðila. Hún beinir þeim tilmælum til viðskiptavina sinna að greiða ekki umbeðin gjöld berist þeim erindi af þessu tagi, því tilgangurinn virðist eingöngu vera sá að blekkja umsækjendur. Elvu Íshólm er ekki kunnugt um að neinn hafi fallið í gildruna hérlendis en talar um að svik sem þessi virðast koma í bylgjum og að nokkrar tilkynningar hafi borist í þessari viku.
Ýmsar samræmdar aðgerðir eru í gangi hjá alþjóðastofnunum erlendis til að sporna við þessu vandamáli og hefur Einkaleyfastofan verið í samstarfi við þær, þannig að allir umsækjendur um einkaleyfi séu meðvitaðir um hættuna sem er fyrir hendi.
Reyna að misnota kerfið
Elva Íshólm segir að kerfið varðandi einkaleyfi snúist um að hafa gögn aðgengileg þannig að ljóst sé hverjir eigi hvaða réttindi. „Það eru bara óprúttnir aðilar sem hafa greinilega ákveðið að það væri hægt að misnota það.“
Öll gjöld varðandi umsóknir um skráningu vörumerkja hér á landi greiðast til Einkaleyfastofunnar og greiðslur vegna umsókna um skráningu vörumerkja erlendis koma aldrei til nema umsækjandi, eða umboðsmaður hans, hafi sjálfur lagt inn umsókn hjá viðeigandi aðilum, að því er kemur fram á vefsíðu stofunnar.
Þar er átt við World Intellectual Property Organisation (WIPO), European Union Intellectual Property Office (EUIPO) eða einstök lönd.
Hátt í 5 þúsund umsóknir á ári
Einkaleyfastofan tekur á móti vel á 5 þúsund umsóknum um vörumerki á hverju ári. Að sögn Elvu hefur fjöldi umsókna aukist undanfarið og eru þær að stórum hluta frá erlendum aðilum sem óska eftir því að fá vörumerkin sín vernduð hér á landi.
Innlent »
- Verndaráætlun um Hornstrandir tekur gildi
- Allir sakfelldir í innherjasvikamáli
- Ummæli í Hlíðamáli dæmd dauð og ómerk
- Sigldi líklega á staur og féll útbyrðis
- Ísland verði ekki vanrækt lengur
- Sviptir tvö skip veiðileyfi
- Bíða útspils stjórnvalda
- Gagntilboðið óaðgengilegt SA
- Dansa eins og á síðustu öld
- Mikil öryggisgæsla vegna Pompeo
- Erlendir ríkisborgarar á Íslandi 44.675
- Pompeo mættur til Íslands
- Fimm barna móðir og félagsþjónustan
- Hætta samstarfi við Procar
- Stilla saman strengi fyrir fund
- Lax enn fluttur inn
- Endurnýja 221 vegvísi í Heiðmörk
- Sækja kolmunna um langan veg
- Hæglætisveður og él víða um land
- Reyndu að flýja á hlaupum
- SGS fékk sambærilegt tilboð
- Ráðinn fréttastjóri stafrænna áskrifta
- Börn geta ekki beðið eftir stefnu
- Lækkun vísaði til grunnlauna Birnu
- Efling leggur fram gagntilboð
- Hafsteinn í konungsríki himbrimans
- Gerir alvarlegar athugasemdir
- Fjórir fluttir með þyrlu á spítala
- Hótaði að skera mann á háls
- Ekkert ákveðið með íbúakosningar
- Fjölhæfir læknar sem leysa úr flestum vandamálum
- Kennarasambandið flytur í Borgartún
- Gögnin aðgengileg en samt ekki
- Innkalla kreisti-fígúrur
- Tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi
- 60 ár frá Nýfundnalandsveðrinu
- Vigdís kærir borgarstjórnarkosningar
- Höldur menntafyrirtæki ársins
- Marple-mál: Sakfelldir en engin refsing
- Lýsa áhyggjum og óöryggi
- Hreindýrakvóti sami og í fyrra
- Netið verði betri staður fyrir ungmenni
- Boða til mótmæla vegna komu Pompeo
- Mótmæla opinberri einkunnagjöf
- Dönsuðu af krafti gegn ofbeldi
- 200 þúsund fasteignir skráðar
- Skera úr um lögmæti kosninganna
- Mannvit hlýtur jafnlaunavottun
- Slasaður eftir árekstur við Kalkofnsveg
- Margrét lætur af formennsku
- Hefja átakið Út að borða fyrir börnin
- Stjórnvöld verði að taka á málinu
- Fjögurra bíla árekstur á Sæbraut
- Eitt leiðarkerfi fyrir allt landið
- Einungis tvær umsagnir borist

- Fimm barna móðir og félagsþjónustan
- Hætta samstarfi við Procar
- Gagntilboðið óaðgengilegt SA
- Sigldi líklega á staur og féll útbyrðis
- Ísland verði ekki vanrækt lengur
- Mikil öryggisgæsla vegna Pompeo
- „Frikki Meló“ kveður Melabúðina
- „Boðið er búið og mér var ekki boðið“
- Segir einhverja hljóta að vita meira
- Allir sakfelldir í innherjasvikamáli