Segjast hafa hreinan skjöld

Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með ...
Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Talsmaður starfsmannaleigunnar Menn í vinnu ehf. segir fyrirtækið hafa hreina samvisku í máli rúmenskra verkamanna sem grunur er um að hafi verið í nauðungarvinnu hjá fyrirtækinu. Samkvæmt upplýsingum frá fyrirtækinu er það rangt að mennirnir hafi ekki fengið útborguð laun samkvæmt taxta og að þeir séu peningalausir. Sem dæmi hafi einn þeirra fengið 300-350 þúsund krónur útborgaðar á mánuði eftir skatt og húsaleigu og þar að auki haft bíl til umráða endurgjaldslaust. 

Þá sé rangt sé að mennirnir hafi verið fastir á Íslandi í fjóra mánuði og komist ekki heim, þeir hafi t.a.m. haldið úr landi í jólafrí í rúmlega mánuð og snúið aftur í janúar. Fyrirtækið segir mennina hafa flutt inn í hús á vegum fyrirtækisins eftir áramót og neitað að yfirgefa það þegar þeir höfðu ráðið sig beint í störf hjá verktaka án þess að hafa unnið út uppsagnarfrest. Þegar leitast hafi verið eftir því að þeir greiddu leigu fyrir húsnæðið hafi þeir neitað að flytja og haft í hótunum við starfsmenn fyrirtækisins. 

Engin ástæða til að rengja frásögn mannanna

Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir að ASÍ hafi enga ástæðu til að rengja frásögn mannanna. Rannsókn standi nú yfir og gagnaöflun og stéttarfélagið Efling annist hana, en mennirnir eru allir félagsmenn þar. 

„Við höfum ekki dregið neinar ályktanir aðrar en þær að miðað við það sem komið hefur fram hjá mönnunum er þarna um alvarlega brotastarfsemi að ræða. Við erum núna að safna gögnum frá þessum aðilum, bæði ráðningasamningum, launaseðlum, tímaskriftum og bankainnleggjum. Síðan verður unnið úr þeim og þá kemur betur í ljós hvernig staðan er í raun og veru,“ segir hann. 

Vakið hefur athygli að gagnvart eftirlitsaðilum virðist allt eftir bókinni hjá fyrirtækinu, en að frásögn mannanna sé á skjön við þá mynd sem þar er dregin upp. Halldór segir að með gagnaöfluninni verði reynt að sannreyna frásögn mannanna.

„Við höfum umsagnirnar og vitum að rúmenskir verkamenn á Íslandi sem eru háðir sinni atvinnu grípa ekki til svona aðgerða að ástæðulausu. Við teljum engar líkur til þess. Við höfum enga ástæðu til að rengja þessa menn,“ segir hann og bendir á að fyrirtækið hafi um nokkurn tíma verið í sérstakri skoðun hjá ASÍ.

„Forsvarsmenn þessa fyrirtækis eru fyrrum forsvarsmenn Verkleigunnar sem var ekki alveg með hreinan skjöld, eins og við þekkjum frá síðasta ári þegar það fyrirtæki lenti í innheimtuaðgerðum hjá Eflingu, endaði síðar í þroti og tugmilljóna kröfur enduðu hjá ríkissjóði,“ segir hann.

„Það sem er vont í þessu er líka að það eru heiðarleg fyrirtæki í þessum bransa og þau liggja undir ámæli meðan svona er. Svo það sé nefnt, þá hefur þetta fyrirtæki, ólíkt sumum öðrum, ekki óskað eftir því að fara gegnum sérstaka skoðun okkar og Samtaka atvinnulífsins um rekstur þess,“ segir hann.

mbl.is

Innlent »

Höfðu beðið og leitað

13:49 Ævilangri leit Gunnars Smith að föður sínum lauk á síðasta ári en eftir að hafa reynt allt í leitinni kom sonur hans, Hlynur Smith, honum á sporið. Meira »

Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“

13:10 The Reykjavík Grapevine og Iceland Review, íslenskir fjölmiðlar sem skrifa á ensku, gera alvarlegar athugasemdir við ákvæði í frumvarpi að lögum um styrki til fjölmiðla, um að efnið verði að vera á íslensku. Meira »

Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna

11:11 Stefán Andrésson, sonur Þorbjargar Pálsdóttur myndhöggvara, auglýsir nú eftir afdrifum eins verka móður sinnar. Verkið sem um ræðir er Hrekkjusvín og var á útilistasýningu á Skólavörðuholtinu 1972. Eftir það fór verkið til Neskaupsstaðar og Vestmannaeyja, en síðan hefur ekkert til þess spurst. Meira »

Úlfur úlfur

10:24 Það kemur að því að þú áttar þig á því að fréttin: „Svona getur þú unnið milljónir í lottóinu“ mun líklega ekki skila neinum peningum. Og það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að gera margar fréttir um fólk sem trúði ekki sínum eigin augum. Meira »

Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni

09:54 Flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli óskuðu nýverið eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna flugfarþega sem höfðu hreiðrað um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í flugstöðinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að öryggisgæslan á flugvellinum hafi reynt að koma þeim á æskilegri stað, en þau brugðist illa við þeim umleitunum. Meira »

Stefnir í góðan dag í brekkunum

09:54 Helstu skíðasvæði landsins opna núna klukkan tíu í dag og eru opin frameftir degi. Bláfjöll, Skálafell og Hlíðarfjall tala öll á vefsíðum sínum um smá frost en hér um bil logn víðast. Meira »

Sex skip voru við loðnuleit

09:30 Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Meira »

Grænmetismarkaðurinn jafnar sig

08:18 „Mér sýnist markaðurinn vera heldur að jafna sig á Costco-áhrifunum. Ég upplifi það líka sem viðskiptavinur að hægt er að fá körfu þótt komið sé þangað á föstudegi,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, um þróunina í sölu á grænmeti og berjum. Meira »

Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar

07:57 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa áhyggjur af tíðum umferðarslysum á þjóðvegunum, að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Hann benti á að auknum fjölda erlendra ferðamanna hefði fylgt fjölgun slysa. Meira »

Erlendir svikahrappar í símanum

07:37 Heimilisfólk á Dvalarheimilinu Jaðri í Ólafsvík hefur orðið fyrir ónæði vegna hringinga í heimilissíma, þar sem hringjendur tala ensku, segjast vera frá tölvufyrirtæki og vilja laga tölvur viðkomandi með aðstoð eigendanna. Meira »

Réðst á gesti og starfsfólk

07:22 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af ölvaðri konu við veitingahús í miðborginni á fjórða tímanum í nótt. Konan er grunuð um að hafa ráðist á gesti og starfsfólk veitingahússins. Konan neitaði aðspurð að gefa lögreglu nafn sitt eða kennitölu og var hún vistuð fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Meira »

Handtekinn eftir umferðarslys

07:14 Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð til vegna umferðarslyss á Bústaðarvegi við Sprengisand, en þar höfðu tveir bílar skollið saman. Annar ökumaðurinn var handtekinn grunaðar um ölvun við akstur og að hafa ekið án réttinda. Meira »

Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin

05:30 „Ég var frekar undrandi að sjá þetta og kannaðist ekki við að hafa verið þarna á ferðinni, eða bílar á mínum vegum,“ segir Anders Hansen á Leirubakka í Landsveit á Suðurlandi, sem rak augun í rukkun frá Vaðlaheiðargöngum í vikunni, þegar hann opnaði heimabanka sinn í tölvunni. Meira »

Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón

05:30 Áætla má að kostnaður við útfarir sé nokkuð á þriðja milljarð króna á ári. Þórólfur Sveinsson, búfræðikandidat á Ferjubakka í Borgarfirði, segir að ef kostnaður við „venjulega“ útför sé orðinn yfir milljón skipti hann verulegu máli fyrir talsverðan hóp fólks. Meira »

Kostir stjórnvalda skýrir

05:30 „Valkostirnir eru skýrir fyrir stjórnvöld, það er annaðhvort að vera með vinnumarkaðinn í fanginu út kjörtímabilið eða fá vinnufrið og byggja upp betra, réttlátara og stöðugra samfélag,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, eftir að verkalýðsfélögin höfnuðu tilboði Samtaka atvinnulífsins í gær. Meira »

Reglur um kaupauka íþyngi ekki

05:30 Starfsfólk fjármálafyrirtækja á Íslandi getur fengið mest 25% kaupauka sem hlutfall af árslaunum. Slíkt hámark er ekki hjá öðrum starfsstéttum á Íslandi. Meira »

Heiðursborgarar funda í Iðnó

05:30 Boðað er til svonefndrar baráttuskemmtunar um Víkurkirkjugarð í Iðnó í dag, laugardag, kl. 14. Ávörp flytja Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson og Hjörleifur Stefánsson. Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnar söng og leikarar flytja leikþátt. Meira »

Fjórhjólum ekið um göngustíga

05:30 Nokkur brögð eru að því innan og utan höfuðborgarsvæðisins að fjórhjólum sé ekið um göngustíga eða aðra slóða sem ökutækjum er bannað að aka eftir. Meira »

Vistaður í fangageymslu eftir bílveltu

Í gær, 23:42 Bíll valt á Vesturlandsvegi í Kollafirði á tíunda tímanum í kvöld. Ökumaður var fluttur á slysadeild Landspítala en meiðsli hans eru ekki talin alvarleg. Meira »
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...
ALLT MILLI HIMINS OG JARÐAR !!!!!!!!!!
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við BYKO. Mikið úrval af fallegum ...
Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 21000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Tek að mér
Tek að mér ýmiskonar húsaviðhald, Uppl. í síma 847 8704 manninn@hotmail.com...