Tækni fyrir alla, líka áhugalausa

Allir ættu að geta fundið eitthvað áhugavert á opna deginum á UTmessunni sem verður í Hörpu á morgun. Hægt er að prufa róbotafótbolta, samskipti við vélmenni, sýndarveruleika og þa verða stærðarinnar risaeðluróbotar á vappi um svæðið. 

Á morgun laugardag gefst almenningi tækifæri á að skoða herlegheitin en opið hús verður á milli kl. 10 og 17. mbl.is var í Hörpu í dag og fékk smjörþefinn af því sem er á boðstólum í boði tæknigeirans.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert