Þráðlaus heyrnartól í ræktina

Árni Matthíasson blaðamaður ræddi muninn á Jabra Elite Active 65t …
Árni Matthíasson blaðamaður ræddi muninn á Jabra Elite Active 65t og Bose SoundSport Free-þráðlausu heyrnartólunum í síðdegisþætti K100. Mynd/K100
Þráðlaus heyrnartól njóta sífellt meiri vinsælda, ekki síst í ræktinni eða þegar fólk er úti að hlaupa eða hjóla. Árni Matthíasson, blaðamaður og umsjónarmaður „Græjuhornsins“ í síðdegisþættinum á K100, ræddi um þráðlaus heyrnartól sem henta í ræktina, Jabra Elite Active 65t og Bose SoundSport Free.
Bæði heyrnartólin henta vel til íþróttanotkunar og almennrar notkunar, þola svita og raka. Þau eru með hljóðnema og stýringu fyrir síma og önnur tæki, með mjög svipaða endingu — fimm tíma rafhlöðu og tíu tíma hleðslu í boxi sem fylgir. Árni sagði að Jabra hefði komið sér skemmtilega á óvart, enda væru það heyrnartól sem eru ekki vel þekkt hér á landi, og fannst þau þægilegri en Bose, þó að Bose heyrnartólin, sem eru heldur ódýrari, séu með betri hljóðvist, betra „noice-cancelling“.
Hvert smáatriði skiptir máli líkt og Árni kemur inn á í viðtalinu hér að neðan.
Árna þóttu Jabra-heyrnartólin þægilegri en Bose, en hann sagði Bose-heyrnartólin, …
Árna þóttu Jabra-heyrnartólin þægilegri en Bose, en hann sagði Bose-heyrnartólin, sem eru heldur ódýrari, bjóða upp á betri hljóðvist (e. „noice-cancelling"). Mynd/K100
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert