Vinna að jafnaði 43,4 klst í fullu starfi

Atvinnuþátttaka var 80,5% síðustu þrjá mánuði síðasta árs.
Atvinnuþátttaka var 80,5% síðustu þrjá mánuði síðasta árs. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vinnutími fólks í fullu starfi á vinnumarkaði var að jafnaði langur á seinustu mánuðum seinasta árs skv. nýbirtum niðurstöðum úr Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar.

Í henni má sjá að meðalfjöldi vinnustunda á viku meðal þeirra sem voru í fullu starfi í viðmiðunarviku þegar könnunin var gerð var 43,4 klukkustundir, 41 stund hjá konum og 44,9 hjá körlum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Ef litið er á allan seinasta ársfjórðung seinasta árs er meðalfjöldi vinnustunda fólks bæði í fullu starfi og í hlutastörfum 38,9 stundir á viku, 34,7 stundir hjá konum og 42,5 stundir meðal karla. „Þeir sem voru í fullu starfi unnu 44,3 stundir að jafnaði en þeir sem voru í hlutastarfi unnu að jafnaði 23,0 stundir,“ segir í Hagtíðindum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert