Hringskonur gáfu 30 milljónir til LSH

Anna Björk, lengst til hægri, ásamt fleiri Hringskonum. Í bakgrunni …
Anna Björk, lengst til hægri, ásamt fleiri Hringskonum. Í bakgrunni er annað málverkanna sem Edda Heiðrún Backman gaf. mbl.is/Kristinn Magnússon

Kvenfélagið Hringurinn gaf Landspítalanum (LSH) gjöf í gær að andvirði 30 milljónir króna í tilefni af 115 ára afmæli félagsins. Við sama tækifæri var endurbætt veitingastofa Hringskvenna á Barnaspítala Hringsins vígð.

Sett voru upp tvö málverk sem Hringskonur fengu að gjöf frá Eddu Heiðrúnu Backman, leikkonu, listmálara og söngvara sem lést árið 2016.

Gjöf Hringsins skiptist í tvennt, 20 milljónir fara til vökudeildar Barnaspítalans, til endurnýjunar á hitakössum og hitaborðum, og 10 milljónir fara til nýrrar meðferðardeildar á geðsviði Landspítalans fyrir ungmenni í vímuefnavanda. Þar verður gjöfin nýtt til kaupa á innréttingum á deildina, húsgögn og rúm.

„Við ákváðum að gera gagngerar endurbætur á kaffistofunni, skapa meiri kaffihúsastemningu þannig að það væri vel um viðskiptavini okkar; starfsmenn, sjúklinga og aðstandendur þeirra,“ segir Anna Björk Eðvarðsdóttir, formaður Hringsins, í umfjöllun um gjafir félagsins  í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert