Snjóflóð féll á Flateyrarveg

mbl.is/Kristján

Flateyrarvegur er lokaður vegna snjóflóðs sem féll á veginn. Vegurinn um Mývatns- og Möðrudalsöræfi er lokaður.

Færð á vegum 

Suðvesturland: Víðast hvar greiðfært en hálkublettir á nokkrum vegum. Hálkublettir og skafrenningur er á Mosfellsheiði en hvasst er á Kjalarnesi. 

Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja og víða skafrenningur. Þæfingur er á víða á Snæfellsnesi en lokað er yfir Fróðárheiði. Mjög hvasst er á sunnanverðu Snæfellsnesi og má búast við lélegu skyggni.

Vestfirðir: Hálka eða þæfingur á flestum vegum og éljagangur eða skafrenningur víða. Þungfært er yfir Steingrímsfjarðarheiði, á Þröskuldum, yfir Vatnsfjarðarháls og á Ströndum.  Ófært er yfir Klettsháls, einnig milli Þröskulda og Reykhólavegar og yfir Bjarnarfjarðarháls. Flateyrarvegur er lokaður vegna snjóflóðs.

Norðurland: Víðast hálka eða snjóþekja og mjög víða skafrenningur. Ófært er á Þverárfjalli, um Víkurskarð og Almenninga.

Norðausturland: Snjóþekja eða hálka víðast hvar og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Fljótsheiði og þungfært kringum Vopnafjörð og yfir Sandvíkurheiði. Ófært er á Hólasandi en lokað er um Mývatns- og Möðrudalsöræfi.

Austurland: Snjóþekja, þæfingur eða jafnvel þungfært er nokkuð víða. Ófært er mjög víða; yfir Fjarðarheiði, á Jökuldal, í Skriðdal, Hróarstungu og á Vatnsskarði eystra. 

Suðausturland: Hálkublettir og víða all hvasst.

Suðurland: Þjóðvegur 1 er nokkuð greiðfær en sumstaðar er nokkur hálka eða hálkublettir á öðrum vegum. Þungfært er á Lyngdalsheiði. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert