Tryggja þarf öryggi snjallheimilistækja

Snjalltæki geta einfaldað heimilislífið en þau geta líka verið varasöm …
Snjalltæki geta einfaldað heimilislífið en þau geta líka verið varasöm ef ekki er gætt að öryggismálum. Thinkstock/Getty Images

Ráðstefna UTmessunnar var sett í 9. sinn í Hörpu í gær en UTmessa er ráðstefna og sýning fyrir fagfólk í upplýsingatækni.

„Eftir því sem fleiri þráðlaus nettengd tæki eru á heimili því fleiri snertipunktar opnast fyrir óprútna aðila að nýta sér leiðir til þess að komast inn í þráðlaus snjalltæki og þaðan á net heimilismanna,“ segir Ingvar Guðjónsson, frá Opnum kerfum sem hélt fyrirlestur um snjallvæðingu heimila og hvort og þá hvað beri að varast.

Ingvar segist ekki vilja vera með hræðsluáróður en fólk verði að vera meðvitað um hætturnar sem fylgi þráðlausum snjalltækjum á heimilum.

„Ég held að Íslendingar séu aðeins að vakna og verða meðvitaðri en þurfi þó að venja sig á að taka öllu með fyrirvara. Hugsa áður en t.d. linkar eru opnaðir, lykilorð gefin upp eða þeim breytt og tilkynningar um breytingar á innheimtu,“ segir Ingvar í umfjöllun um þessi mál í Morgunblaðinu í dag og bendir á að ef þjónustufyrirtæki sendi upplýsingar um nýja leið til að borga reikninga eða vilji uppfæra kortaupplýsingar þá sé öruggara að hringja í fyrirtækið og kanna hvort að fyrirspurnin sé frá þeim.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert