Veröld vantar fleiri konur í áhrifastöður

Hugsjónakonan Laura kann vel við snjóinn og fólkið á Íslandinu …
Hugsjónakonan Laura kann vel við snjóinn og fólkið á Íslandinu kalda. mbl.is/​Hari
„Við þurfum að láta unglingsstelpur finna að þær skipti máli, það þarf að segja þeim það. Og við þurfum að hlusta á þær. Þessar stelpur sem ég hef spjallað við búa yfir mikilli visku,“ segir Laura Peña sem stödd er á Íslandi á ferð sinni um heiminn, en hún tók sér árs leyfi frá starfi sínu í Bandaríkjunum sem kvikmyndagerðarkona og kvikari (animator), til að sinna verkefni sínu „She is the Universe“.

„Verkefnið gengur út á að ég tek upp myndbönd þar sem 111 unglingsstúlkur um víða veröld, flestar á aldrinum 13-19 ára, segja frá sjálfum sér. Ég spyr þær um ástríður þeirra, framtíðardrauma og áhugamál og hvað þær telji að geti staðið í veg fyrir að þær láti drauma sína rætast. Hvað þær séu hræddar við og hvernig þær sjá sjálfar sig og hvernig aðrir skilgreina þær. Margar þeirra tala til dæmis um að fólk hafi ekki trú á þeim. Ég spyr þær hvað við hin getum gert til að þær nái markmiðum sínum í lífinu. Ég vonast til að þetta verkefni varpi ljósi á hvað stúlkur þurfi til að þeim séu allir vegir færir,“ segir Laura og bætir við að hún vilji hafa einstaklingana í hópi þessara 111 stelpna sem fjölbreyttasta.

„Þær eru með ólíkan bakgrunn, ólík áhugamál og alast upp í ólíkum samfélögum. Þetta eru allskonar stelpur sem munu taka við af okkur, þær eru mæður framtíðar og stjórnendur framtíðar. Ég spjalla við þær og segi þeim frá ástæðunni fyrir því að ég er að gera þetta verkefni, sem er meðal annars sú að ég tel að heiminn vanti fleiri konur í áhrifastöður. Af því að margir af leiðtogum heimsins í dag eru ekki að gera það sem er gott, heldur virkilega eyðileggjandi, til dæmis fyrir jörðina okkar. Og þeir stía okkur í sundur í stað þess að sameina. Ég segi stelpunum að ég trúi því að konur geti breytt veröldinni.“

Sjá samtal við Laura í heild í Morgunblaðinu í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert