Ásakanir um kosningasvindl meiðandi

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur meðal annars fram að borgin ...
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur meðal annars fram að borgin muni skoða úrskurð Persónuverndar í samstarfi við Háskóla Íslands. mbl.is/Omar

Ekki var talið nauðsyn­legt að fá mat Per­sónu­vernd­ar á bréf­send­ing­um Reykjavíkurborgar í aðdragenda sveitarstjórnarkosninganna 2018, vegna þess Vís­indasiðanefnd Há­skól­ans hafði þegar samþykkt rann­sókn Há­skól­ans og Þjóðskrá hafði samþykkt að veita aðgang að persónuupplýsingum, að því er segir í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar.

„Borgin og þeir aðilar sem ákvörðunin fjallar um eru nú að kynna sér niðurstöðuna sem er ítarleg. Mannréttindastjóri borgarinnar í samvinnu við persónuverndarfulltrúa og borgarlögmann eru að vinna minnisblað og nánari greiningu á ákvörðuninni,“ segir í fréttatilkynningunni.

Tilkynningin er send í tengslum við úrskurð Persónuverndar um notkun Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands á persónuupplýsingum frá Þjóðskrá Íslands til þess að auka kosningaþátttöku í sveitarstjórnarkosningum 2018.

„Jafnframt þarf að fara yfir málið með Háskóla Íslands, samstarfsaðila borgarinnar í málinu, þar sem ákvörðun Persónuverndar snýr einnig að honum,“ segir í tilkynningunni.

Sagt er frá því að af fimm tillögum sem samþykktar voru í borgarráði í tengslum við verkefnið snúi úrskurður Persónuverndar að framkvæmd þriðju og fjórðu tillögu.

Þriðja tillagan sneri að dreifingu upplýsinga um borgarstjórnarkosningarnar 2018. Fram kemur í tilkynningu borgarinnar að ábyrgðaraðili þeirrar tillögu hafi verið upplýsingadeild borgarinnar.

Fjórða tillagan gekk út á framkvæmd rannsóknar á kosningahegðun í samstarfi við Háskóla Íslands. Tilkynningin segir ábyrgðaraðila þeirrar tillögu vera mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar.

Töldu ekki þörf á heimild Persónuverndar

„Erindi var sent til Persónuverndar þann 3. maí 2018 þar sem óskað var eftir heimild Persónuverndar til að senda smáskilaboð á kjósendur sem kusu í fyrsta sinn samkvæmt ábendingu [P]óst- og fjarskiptastofnunar. Svar barst við erindinu þann 14. maí. Var það mat Persónuverndar að vinnsla Háskólans á smáskilaboðum uppfyllti meginreglur þágildandi 7. gr. laga nr. 77/2000 um gæði gagna og vinnslu,“ að því er segir í tilkynningu borgarinnar.

Hins vegar var talið eð ekki væri nauðsynlegt að fá mat Persónuverndar á fyrirhuguðum bréfsendingum í tengslum við rannsóknina. „þar sem Vísindasiðanefnd Háskólans hafði þegar samþykkt rannsókn Háskólans og Þjóðskrá hafði samþykkt að veita aðgang að listum um þá hópa sem senda átti bréf.“

Frumkvæðisathugun

Þann 14. maí óskaði Persónuvernd eftir afriti allra þeirra bréfa sem fyrirhugað var að senda vegna rannsóknarinnar og 17. maí sendi borgin bréf sem stíluð voru á unga kjósendur og önnur gögn er sneru að rannsókninni.

Persónuvernd áréttaði hins vegar daginn eftir að engin gögn bárust stofnuninni um bréf sem senda átti innflytjendum og konum 80 ára og eldri. Sagði borgin það hafa verið mistök sökum þess að þau bréf hafi ekki verið tengd umræddri rannsókn, bréfin voru þó send til Persónuverndar 19. maí.

Ákveðið var af mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands að stöðva framkvæmd rannsóknarinnar þar til úrskurður Persónuverndar lægi fyrir. Á grundvelli úrskurðarins verður ekki haldið áfram með þá vinnu, að því er fram kemur í tilkynningu borgarinnar.

Ásakanir um kosningasvindl alvarlegar og meiðandi

Úrskurður Persónuverndar kemur Önnu Kristinsdóttur, mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, á óvart „í ljósi fyrri samskipta við stofnunina,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að Anna taki úrskurðinum alvarlega og að mikilvægt sé að bregðast við með faglegum hætti.

„Verkefnið var allt unnið af starfsmönnum Reykjavíkurborgar og fræðafólki í Háskóla Íslands þar sem okkur gekk það eitt til að auka kosningaþátttöku og fræðast um kosningahegðun. Stjórnmálamenn höfðu þannig enga aðkomu að verkefninu eftir samþykkt borgarráðs,“ segir Anna.

Haft er eftir Önnu að henni þyki ásakanir um kosningasvindl í tengslum við umræður um úrskurðinn vera „alvarlegar og meiðandi“.

mbl.is

Innlent »

Fimm fá rúmar 43 milljónir

20:54 Fimm heppn­ir miðaeig­end­ur eru rúm­lega 43 millj­ón­um króna bet­ur stadd­ir eft­ir að dregið var í Eurojackpot-lottó­inu í kvöld en þeir skiptu með sér öðrum vinn­ing­n­um. Meira »

„Þorskurinn nánast uppi í fjöru“

20:30 Skipverjar á Grindavíkurbátnum Sighvati GK 57 sem Vísir hf. gerir út hafa rótfiskað að undanförnu og slegið met. „Sjórinn er fullur af fiski og nú bregður svo við að mikið veiðist af þorski hér austur með suðurströndinni. Það nær alveg frá Vestmannaeyjum og austur að Ingólfshöfða og jafnvel lengra. Þar er þorskurinn nánast uppi í fjöru,“ segir Ólafur Óskarsson skipstjóri. Meira »

„Það er allt lagt í þetta“

20:29 „Það er allt lagt í þetta,“ segja krakkarnir í 10. bekk í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði en þar hefur myndast hefð fyrir því að setja upp metnaðarfullar sýningar á síðustu önninni í skólanum. Síðustu vikur hafa farið í stífar æfingar en í ár er það „eitís“ sýningin Fútlúz sem krakkarnir setja upp. Meira »

Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi

19:58 Landsréttur staðfesti í dag sex mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir konu fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Konan var ákærð fyrir að hafa beitt stjúpson sinn ofbeldi, líkamlegum refsingum, ógnunum og sýnt yfirgang og ruddalegt athæfi. Meira »

Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina

19:44 Ár hvert veitir velferðarráð hagsmuna- og félagasamtökum styrki til verkefna á sviði velferðarmála. Styrkþegar, sem hlotið hafa styrk fyrir árið 2019, veittu þeim viðtöku í Iðnó í gær. Veittir voru styrkir fyrir einstök verkefni og starf félaga- og hagsmunasamtaka var styrkt til eins eða þriggja ára. Meira »

„Betri án þín“ með Töru áfram?

19:40 Seinna undanúrslitakvöldið í Söngvakeppni Sjónvarpsins fer fram á morgun laugardag. Álitsgjafar síðdegisþáttar K100 spá því að lagið Betri án þín í flutningi Töru Mobee, fari áfram á seinni undanúrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Áður höfðu þeir spá Hatari og Heru Björk áfram í úrslitin. Meira »

Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

19:37 Þorsteinn Guðmundsson, leikari og verkefnastjóri hjá Bataskóla Íslands og Karen Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar kíktu í föstudagskaffi til Huldu og Loga í síðdegisþættinum á K100. Meira »

„Boðið er búið og mér var ekki boðið“

19:31 Mannleg mistök urðu til þess að boð á fund borgarstjórnar og þingmanna Reykjavíkur í Höfða í dag barst ekki Ingu Sæland, formanni Flokks Fólksins og þingmanni Reykjavíkur. Meira »

Þurfi að vernda íslenska náttúru

18:44 Forsætisráðherra hefur gefið út og birt á vefsvæði ráðuneytisins stefnu um samþykki fyrir nýtingu lands og landsréttinda innan þjóðlendna en alls eru 217 þjóðlendur á landinu og þekja þær um 86% af miðhálendinu- Meira »

Mótmæltu mannréttindabrotum gegn börnum

18:37 Fimm ungliðahreyf­ing­ar stjórn­mála­flokka stóðu fyrir mót­mælum við ráðherrabústaðinn í dag í tengsl­um við komu Mike Pom­peo, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, hingað til lands. Meira »

Sammæltumst um að vera ósammála

18:28 „Ég lagði áherslu á tvö mál á fundinum.“ Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is um fund hennar með Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Meira »

Gert að greiða miskabætur vegna fréttar

18:24 Sigmundur Ernir Rúnarsson, fréttastjóri Hringbrautar, var í dag dæmdur til að greiða tveimur karlmönnum 250 þúsund krónur hvorum í miskabætur vegna fréttar sem birtist á vef Hringbrautar í tengslum við Hlíðamálið svokallaða. Meira »

„Frikki Meló“ kveður Melabúðina

17:54 Kaupmaðurinn Friðrik Ármann Guðmundsson, eða Frikki í Melabúðinni, sem hefur undanfarin ár séð um rekstur Melabúðarinnar ásamt bróður sínum, Pétri Alan Guðmundssyni, er að hætta í búðinni. Meira »

Sagafilm kaupir sjónvarpsrétt á Hilmu

17:32 Sagafilm hefur tryggt sér rétt til að þróa leikna sjónvarpsþáttaröð byggða á skáldsögunni Hilmu eftir Óskar Guðmundsson. Pétur Már Ólafsson hjá Bjarti & Veröld og Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm undirrituðu í dag samning þess efnis að Sagafilm getur þróað og framleitt sjónvarpsþáttaröð byggða á skáldsögunni. Meira »

Þyngja dóm vegna manndráps af gáleysi

17:22 Landsréttur þyngdi í dag dóm yfir karlmanni á fimmtugsaldri sem var dæmdur í átta mánaða fangelsi fyrir ári síðan fyrir mann­dráp af gá­leysi. Framlengdi Landsréttur dóminn um einn mánuð. Meira »

Magnús Óli endurkjörinn formaður FA

17:16 Magnús Óli Ólafsson, forstjóri heildverslunarinnar Innness, var endurkjörinn formaður Félags atvinnurekenda á aðalfundi félagsins í gær. Magnús hefur verið formaður frá 2017 og byrjar nú seinna kjörtímabil sitt sem formaður, en því lýkur 2021. Meira »

Aflinn dregst saman um 57 prósent

17:01 Fiskafli íslenskra skipa í janúar var 46,6 þúsund tonn, eða 57% minni en í janúar á síðasta ári. Samdráttur aflans skýrist af skorti á loðnu, en engin loðna veiddist í janúar samanborið við 68 þúsund tonn í janúar á síðasta ári. Meira »

Móttökuskóli ekki ákveðinn

16:46 Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur skilað tillögum um bætta móttöku og aðlögun barna innflytjenda, flóttafólks og umsækjenda um alþjóðlega vernd í grunnskólum Reykjavíkur. Tillögur hópsins byggja m.a. á reynslu Norðmanna og annarra Norðurlandaþjóða. Meira »

„Boltinn er bara alls staðar“

16:16 „Við höfum verið í óformlegum samtölum bæði við atvinnurekendur og verkalýðshreyfinguna undanfarnar vikur,“ segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is vegna gagntilboðs Eflingar til Samtaka atvinnulífsins sem sett var fram í dag Meira »
INTENSIVE ICELANDIC, ENGLISH, NORWEGIAN & DANISH f. foreigners - ÍSLENSKA f. útlendinga - ENSKA f. fullorðna - NORSKA
ÍSLENSKA, ENSKA, NORSKA, DANSKA I, II, III, IV, V, VI: STARTING DATES 2019: ...
Ertu komin í saumaskap ?
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali. Nýjar vélar með 3 ára ábyrgð. Notaðar véla...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...
Mitsub pajeró 3,2 D 2001 til sölu
kemur á götuna 29 des 2001 ekinn aðeins 206,000 km 2 eigendur. bíl í fínu stand...