Loka Steingrímsfjarðarheiði tímabundið

Úr vefmyndavél Vegagerðarinnar

Veginum um Steingrímsfjarðarheiði verður lokað um stund eftir hádegi á meðan unnið er við björgun á flutningabifreið sem valt út fyrir veg, samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á Vestfjörðum.

Færð á vegum

Suðvesturland: Víðast hvar greiðfært en hálkublettir eru á Mosfellsheiði og Bláfjallavegi og hálka á Kjósarskarði og Krýsuvíkurvegi.

Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þæfingur er á Skógarströnd, í Haukadal og á Heydal. 

Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum vegum. Þungfært víða á Ströndum.

Norðurland: Hringvegurinn er mikið til auður austur í Skagafjörð en hálka er á Öxnadalsheiði og við Eyjafjörð. Meiri hálka er á útvegum.

Norðausturland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar og sumstaðar él. Þungfært er innansveitar í Vopnafirði og ófært um Hólasand. 

Austurland: Hálka eða snjóþekja á flestum aðalleiðum en allvíða þungfært eða ófært á sveitavegum. Þæfingsfærð er á Fjarðarheiði. Verið er að moka Borgarfjarðarveg og Vatnsskarð.

Suðausturland: Hálkublettir eða jafnvel alveg autt á hringveginum en hálka á útvegum.

Suðurland: Þjóðvegur 1 er að mestu greiðfær en sumstaðar er nokkur hálka eða hálkublettir á öðrum vegum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert