Talsverðri snjókomu spáð
Búast má við talsverðri snjókomu á Hellisheiði í fyrramálið milli 9 og 13 með lélegu skyggni. Einnig má búast við snjókomu á norðvestanverðu landinu og á Austurlandi um tíma eftir hádegi á morgun. Þetta kemur fram í athugasemd á vef Veðurstofunnar.
„Kuldastillan ætlar ekki að staldra lengi við að þessu sinni, því strax á morgun breytist veðrið. Þá má búast við allhvassri suðaustanátt og slyddu eða snjókomu sunnan- og vestanlands, sem síðan færir sig yfir í rigningu á láglendi þegar hlýnar vel upp fyrir frostmark. Á Norður- og Austurlandi verður suðaustanáttin hægari og þar ætti að vera úrkomulaust að mestu. Frostið á þessum slóðum minnkar smám saman á morgun, því það tekur tíma fyrir suðaustanáttina að blása burt kalda loftinu sem í dag sest í allar lægðir í landslaginu,“ segir á vef Veðurstofu Íslands.
Spáin fyrir næsta sólarhring
Breytileg átt 3-8 m/s. Víða þurrt og bjart veður, en dálítil él við norður- og austurströndina og einnig sunnanlands seinnipartinn. Frost 2 til 13 stig, kaldast í innsveitum fyrir norðan. Gengur í suðaustan 13-20 m/s um landið sunnanvert í fyrramálið með snjókomu og slyddu og síðar rigningu og hlýnar í veðri en hægari og úrkomulítið fyrir norðan.
Lægir og styttir að mestu upp sunnanlands síðdegis, en austan 8-15 og snjókoma með köflum um landið norðanvert. Talsverð rigning suðaustantil seint annað kvöld. Hiti 0 til 6 stig sunnanlands síðdegis á morgun en vægt frost fyrir norðan.
Færð á vegum
Suðvesturland: Víðast hvar greiðfært en hálkublettir eru á Mosfellsheiði og Bláfjallavegi og hálka á Kjósarskarði og Krýsuvíkurvegi.
Vesturland: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja. Þæfingur er í Haukadal og á Heydal.
Vestfirðir: Hálka, hálkublettir eða snjóþekja á flestum vegum. Þungfært á köflum á Ströndum. - Lögregla aðstoðar nú flutningsaðila á Steingrímsfjarðarheiði við að ná upp flutningabíl sem hafði oltið út fyrir veg. Einhverjar tafir kunna að verða á meðan en reynt er að hleypa umferð framhjá í hollum.
Norðurland: Hringvegurinn er mikið til auður austur í Skagafjörð en hálka er á Öxnadalsheiði og við Eyjafjörð. Meiri hálka er á útvegum.
Norðausturland: Hálka eða snjóþekja víðast hvar. Ófært er um Hólasand.
Austurland: Hálka eða snjóþekja á flestum aðalleiðum en sumstaðar þungfært eða ófært á sveitavegum.
Suðausturland: Hálkublettir eða jafnvel alveg autt á hringveginum en hálka á útvegum.
Suðurland: Þjóðvegur 1 er að heita má greiðfær en sumstaðar er nokkur hálka á öðrum vegum.
Innlent »
- Verndaráætlun um Hornstrandir tekur gildi
- Allir sakfelldir í innherjasvikamáli
- Ummæli í Hlíðamáli dæmd dauð og ómerk
- Sigldi líklega á staur og féll útbyrðis
- Ísland verði ekki vanrækt lengur
- Sviptir tvö skip veiðileyfi
- Bíða útspils stjórnvalda
- Gagntilboðið óaðgengilegt SA
- Dansa eins og á síðustu öld
- Mikil öryggisgæsla vegna Pompeo
- Erlendir ríkisborgarar á Íslandi 44.675
- Pompeo mættur til Íslands
- Fimm barna móðir og félagsþjónustan
- Hætta samstarfi við Procar
- Stilla saman strengi fyrir fund
- Lax enn fluttur inn
- Endurnýja 221 vegvísi í Heiðmörk
- Sækja kolmunna um langan veg
- Hæglætisveður og él víða um land
- Reyndu að flýja á hlaupum
- SGS fékk sambærilegt tilboð
- Ráðinn fréttastjóri stafrænna áskrifta
- Börn geta ekki beðið eftir stefnu
- Lækkun vísaði til grunnlauna Birnu
- Efling leggur fram gagntilboð
- Hafsteinn í konungsríki himbrimans
- Gerir alvarlegar athugasemdir
- Fjórir fluttir með þyrlu á spítala
- Hótaði að skera mann á háls
- Ekkert ákveðið með íbúakosningar
- Fjölhæfir læknar sem leysa úr flestum vandamálum
- Kennarasambandið flytur í Borgartún
- Gögnin aðgengileg en samt ekki
- Innkalla kreisti-fígúrur
- Tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi
- 60 ár frá Nýfundnalandsveðrinu
- Vigdís kærir borgarstjórnarkosningar
- Höldur menntafyrirtæki ársins
- Marple-mál: Sakfelldir en engin refsing
- Lýsa áhyggjum og óöryggi
- Hreindýrakvóti sami og í fyrra
- Netið verði betri staður fyrir ungmenni
- Boða til mótmæla vegna komu Pompeo
- Mótmæla opinberri einkunnagjöf
- Dönsuðu af krafti gegn ofbeldi
- 200 þúsund fasteignir skráðar
- Skera úr um lögmæti kosninganna
- Mannvit hlýtur jafnlaunavottun
- Slasaður eftir árekstur við Kalkofnsveg
- Margrét lætur af formennsku
- Hefja átakið Út að borða fyrir börnin
- Stjórnvöld verði að taka á málinu
- Fjögurra bíla árekstur á Sæbraut
- Eitt leiðarkerfi fyrir allt landið
- Einungis tvær umsagnir borist

- Fimm barna móðir og félagsþjónustan
- Hætta samstarfi við Procar
- Gagntilboðið óaðgengilegt SA
- Sigldi líklega á staur og féll útbyrðis
- Ísland verði ekki vanrækt lengur
- Mikil öryggisgæsla vegna Pompeo
- „Frikki Meló“ kveður Melabúðina
- „Boðið er búið og mér var ekki boðið“
- Segir einhverja hljóta að vita meira
- Allir sakfelldir í innherjasvikamáli