Á flótta með viskí við stýrið

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn og vistaður í fangageymslum aðfaranótt gærdagsins grunaður um akstur undir áhrifum. Maðurinn ók á ofsahraða niður á Kringlumýrarbraut af Bústaðavegi eftir að lögregla reyndi að stöðva hann í handahófskenndu umferðareftirliti, en bifreið hans hafnaði utan vegar í Suðurhlíð.

Við athugun lögreglu kom í ljós að maðurinn hafði viskíglas við hönd undir stýri og að hann hafði áður verið sviptur ökuréttindum vegna ölvunaraksturs. Þá var maðurinn í farþegasæti bifreiðarinnar þegar lögregla kom að bílnum utan vegar, en engin fótspor voru í snjónum bílstjóramegin, sem benti til þess að maðurinn hefði verið einn á ferð.

Maðurinn var fluttur á lögreglustöðina við Hverfisgötu þar sem hjúkrunarfræðingur tók úr honum blóðsýni áður en hann var vistaður í fangaklefa þar til runnið væri af honum og í kjölfarið hægt að yfirheyra hann.

Ölvunarakstur sem endaði með ósköpum, erlent þjófagengi í iðnaðarhverfi og óspektir í miðbænum voru meðal helstu mála lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu aðfaranótt sunnudags. Í aftursæti bifreiðar númer 108 voru blaðamaður og ljósmyndari Morgunblaðsins sem fylgdust með því sem fyrir augu bar. Sagt er frá vakt lögreglunnar í myndum og máli í blaði dagsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert