„Ég virðist hafa brugðist hárrétt við“
Guðni Ásgeirsson var í dag útnefndur skyndihjálparmaður ársins 2018 en hann bjargaði manni sem hafði fengið hjartaáfall á hlaupastíg í Reykjavík. Guðni kom að manninum þar sem hann hafði lagst í jörðina, veitti honum hjartahnoð og stjórnaði aðgerðum á vettvangi með mikilli yfirvegun.
Í fyrstu hélt Guðni að maðurinn sem hafði verið að skokka væri að teygja en eitthvað við aðstæðurnar fékk Guðna til að stöðva reiðhjól sitt og kanna ástandið á manninum. Maðurinn hafði þá fengið hjartaáfall og farið í hjartastopp.
„Ég stökk af hjólinu og athugaði lífsmörk hjá honum. Sló aðeins í hann, reyndi að tala við hann og nudda bringspalirnar á honum. Hann var ekki með meðvitund og ég bað vegfaranda um að hringja í Neyðarlínuna,“ segir Guðni við mbl.is.
„Ég hófst strax handa við að hnoða manninn,“ segir Guðni sem hnoðaði þar til sjúkraflutningamenn komu á vettvang. Maðurinn fékk eitt rafstuð frá sjúkraflutningamönnunum og var kominn til meðvitundar þegar hann var borinn upp í sjúkrabílinn. „Það var það síðasta sem ég vissi áður en ég fór af vettvangi,“ segir Guðni.
Á spítalanum var hann settur í aðgerð og hefur náð fullum bata í dag þökk sé hárréttum viðbrögðum Guðna á vettvangi. „Einhvern veginn þegar maður kemur í svona aðstæður þá „sónar“ maður inn í svona aðstæður og ég virðist hafa brugðist hárrétt við.“
Maðurinn sem Guðni bjargaði hringdi í hann sólarhring síðar. „Hann þakkaði mér fyrir lífsbjörgina. Það var mikill léttir að heyra í honum og hversu brattur hann var,“ segir Guðni.
Hann tekur fram að hver sem er geti lent í svipuðum aðstæðum og hann og því sé gríðarlega mikilvægt að kunna skyndihjálp. Guðni fór á skyndihjálparnámskeið í Verkmenntaskólanum á Akureyri fyrir mörgum árum og segir að reglulega séu haldin stutt námskeið í vinnunni hjá honum.
„Það er betra að gera eitthvað en að gera ekki neitt,“ segir Guðni.
Guðni vill líka koma á framfæri þakklæti til þeirra sem aðstoðuðu hann þennan dag. Einstaklingar á vettvangi aðstoðuðu hann við að hringja í 112 og framkvæma hjartahnoð. Einnig komu lögregluþjónar að honum og bentu honum á að þessi lífsreynsla gæti haft áhrif á hann seinna enda mikið sjokk að lenda í þessum aðstæðum.
Innlent »
- „Með eggin í andlitinu“
- Málið litið grafalvarlegum augum
- Gekk í skrokk á konu á Háaleitisbraut
- Geta ekki orðið grundvöllur sátta
- „Ekki í samræmi við það sem öllum finnst“
- Yfir 800 mál tengd heimilisofbeldi
- Tvö ungabörn slösuðust í gær
- BSRB vill hátekjuskatt
- Búið að taka skýrslu af ökumönnunum
- Áhrif sviksamlegra aðgerða víðtæk
- Sjálfstæðisflokkurinn með 22,7%
- Meirihlutinn sakaður um valdníðslu
- Fimm ára dómur í Shooters-máli
- Vilja betri svör frá SA
- „Það ríkir bölvuð vetrartíð“
- „Tillögurnar afskaplega góðar“
- Kröfur SGS ítrekaðar á fundi með SA
- Fær ekki lögheimili skráð á Íslandi
- Skemmdarverk á Kvennaskólanum
- Hyggst hafa samband við viðskiptavini
- „Shaken-baby“-máli vísað frá
- Verkföll líkleg í mars
- Líst ekki vel á framhaldið
- Íslendingi bjargað á Table-fjalli
- Frekari breytingar ekki í boði
- Heimkoma Tryggva áætluð í haust
- Landvernd safnar undirskriftum
- 75 brýr = 3.000 skilti
- Útsaumsfólk í pílagrímsferð til Bayeux
- Sporðar íslensku jöklanna hopa
- Hindranir koma á óvart
- Skaplegt veður síðdegis
- Barn án ríkisfangs
- Búið að opna Hellisheiði
- Standi saman og vísi til sáttasemjara
- Samkeppnishæf íslensk einingahús
- Tístir um færð á vegum landsins
- Í 18. sæti meðal fiskveiðiþjóða
- Gömlu hafnargarðar Reykjavíkur sagaðir niður
- 35 klst. vinnuvika og jöfnun launa
Þriðjudagur, 19.2.2019
- Tortryggnin hefur aukist
- Tölvupóstur er streituvaldur heima
- Viðbrögð verkalýðsfélaganna koma á óvart
- Kvarta yfir starfsháttum Sveins Andra
- Heimilar áframhaldandi hvalveiðar
- Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkar
- Oft eldri en þeir segðust vera
- Efla Lyfjaeftirlitið
- Boða nýtt 32,94% skattþrep
- Tíndu 22 tonn af lambahornum
- Sækja áfram að fullu fram til SA
- Segir bankann hafa miðlað lánasögunni
- Ekki til að liðka fyrir kjaraviðræðum
- Samninganefnd ASÍ fundar um tillögurnar
- Reiði og sár vonbrigði

- Henti barni út úr strætisvagni
- Persónuafsláttur frystur í þrjú ár
- Barði konuna og henti inn í runna
- Málið litið grafalvarlegum augum
- Vildu 15.000 kr. og fjögur skattþrep
- Gekk í skrokk á konu á Háaleitisbraut
- „Mun marka líf brotaþola það sem eftir“
- Vinna að niðurfellingu starfsleyfis
- Tvö ungabörn slösuðust í gær
- Búið að taka skýrslu af ökumönnunum