Embættin verði saman í stórhýsi

Í Skógarhlíð í Reykjavík. Á reitnum umhverfis Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu …
Í Skógarhlíð í Reykjavík. Á reitnum umhverfis Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu eru möguleikar á þéttingu byggðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hugmyndir eru um sameiginlega nýbyggingu fyrir lögregluembættin, tollinn og viðbragðsaðila á höfuðborgarsvæðinu.

Verkefnið er í þarfagreiningu. Næsta skref verður að meta valkosti og mögulegar staðsetningar, að því er fram kemur í umfjöllun um áform þessi í Morgunblaðinu í dag.

Með flutningi þessara aðila opnast möguleikar til breytinga og uppbyggingar á stórum og áberandi reitum í miðborginni.

Meðal annars hefur borgin horft til uppbyggingar á bílastæðinu norðan við lögreglustöðina við Hlemm en á reit Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í Skógarhlíð er einnig slíkt svigrúm. Þá býður hús Tollstjórans í Tryggvagötu upp á ýmsa möguleika.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »