Fimm bíla árekstur á Miklubraut

mbl.is/Eggert

Enginn slasaðist í fimm bíla árekstri á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar í morgun en tveir sjúkrabílar voru sendir á vettvang. Að sögn varðstjóra í slökkviliðinu þurfti ekki að flytja neinn á bráðamóttökuna en dælubíll var einnig sendur á staðinn til að hreinsa upp olíu af götunni.

mbl.is