Hugmynd ráðherra ekki verið rædd
Hugmynd Sigurðar Inga Jóhannssonar samgönguráðherra um að nota arðgreiðslur Landsvirkjunar til þess að byggja upp vegakerfið hefur ekki verið rædd innan ríkisstjórnarinnar. Þetta staðfestir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is.
Sigurður Ingi viðraði þessa hugmynd sína í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni um helgina og velti því upp hvort meiri ávinningur fælist í því en að láta arðgreiðslurnar renna í þjóðarsjóð.
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stofnun þjóðarsjóðs og fyrir Alþingi liggur frumvarp þess efnis, þar sem meðal annars er kveðið á um að arðgreiðslur Landsvirkjunar skuli renna þangað, en sjóðurinn er einkum ætlaður sem vörn gegn þjóðhagslegum áföllum.
„Þessi hugmynd samgönguráðherra hefur ekki verið rædd í ríkisstjórn, en hins vegar er það rétt hjá Sigurði Inga að við tókum ekki meira afgerandi ákvarðanir í samgönguáætlun en svo að ráðherra yrði falið að útfæra fjármögnun fyrir frekari framkvæmdir,“ segir Katrín.
Spurð um hugmynd Sigurðar Inga um að arður Landsvirkjunar renni til vegakerfisins segist Katrín líta svo á að ákveðin lína hafi verið sett fyrir þjóðarsjóðinn.
„Við höfum hins vegar rætt hvort möguleiki sé að nýta eignatekjur í meiri mæli en hefur verið gert. Við erum að setja gríðarlega fjármuni inn í samgöngumálin sem eru tengdar eignatekjum okkar af fjármálafyrirtækjum og erum opin fyrir því að skoða fleiri slíkar leiðir.“
„Með nýsamþykktri samgönguáætlun er kominn leiðarvísir, en henni fylgir líka að það verði lögð fram ný áætlun í haust. Það er auðvitað vilji til þess að gera meira en þar er kveðið á um.“
Bloggað um fréttina
-
Jóhannes Ragnarsson: Þrír kurfar saman, tveir karlkyns og tveir kvenkyns
Innlent »
- Sakar Bryndísi um hroka
- Leita Jóns frá morgni til kvölds
- Röktu ferðir ræningja í snjónum
- Mismunar miðlum gróflega
- Verkalýðsfélög stýra ekki landinu
- Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði
- Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan
- Hætta á óafturkræfum inngripum
- Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu
- Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott
- Þungfært víða og Hellisheiði lokuð
Laugardagur, 16.2.2019
- Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur
- Taumlaus gleði og hamingja
- Staðbundnar fréttaveitur hlunnfarnar
- Stoltir af breyttri bjórmenningu hér
- Tveir með fyrsta vinning í Lottó
- Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi
- RÚV verði að gefa eftir
- Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu
- Varað við ferðalögum í kvöld og nótt
- Bátur á reki úti fyrir Austurlandi
- Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé
- Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael
- Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum
- Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni
- Höfðu beðið og leitað
- Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“
- Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna
- Úlfur úlfur
- Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni
- Stefnir í góðan dag í brekkunum
- Sex skip voru við loðnuleit
- Grænmetismarkaðurinn jafnar sig
- Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar
- Erlendir svikahrappar í símanum
- Réðst á gesti og starfsfólk
- Handtekinn eftir umferðarslys
- Rukkun fyrir ferð sem aldrei var farin
- Venjuleg jarðarför kostar yfir milljón
- Kostir stjórnvalda skýrir
- Reglur um kaupauka íþyngi ekki
- Heiðursborgarar funda í Iðnó
- Fjórhjólum ekið um göngustíga
Föstudagur, 15.2.2019
- Vistaður í fangageymslu eftir bílveltu
- Grunnurinn lagður með 25 aurum á mann
- „Þeir eru óheiðarlegir“
- Olli óhappi undir áhrifum
- Ullin er óendanleg uppspretta
- FSu sló ríkjandi meistara úr keppni
- Fimm fá rúmar 43 milljónir
- „Þorskurinn nánast uppi í fjöru“
- „Það er allt lagt í þetta“
- Sakfelld fyrir að beita stjúpson ofbeldi
- Verkefni tengd ungmennum fengu hæstu styrkina
- „Betri án þín“ með Töru áfram?
- Karen og Þorsteinn í Föstudagskaffinu

- Voru að losa bílana úr sköflunum
- Sakar Bryndísi um hroka
- Ásgeir fái sína eigin seríu
- Nafngreindur maður vændur um lygar
- Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði
- Bryndís segist vera fórnarlamb
- Vara við öflugum hviðum þvert á veginn
- Leita Jóns frá morgni til kvölds
- Verkalýðsfélög stýra ekki landinu
- Röktu ferðir ræningja í snjónum