Löngunin í súrmat og hákarl var nánast óbærileg

Íslendingar búsettir í Suður-Noregi skemmtu sér vel á þorrablóti í …
Íslendingar búsettir í Suður-Noregi skemmtu sér vel á þorrablóti í Kristianstad þar sem súrmatur, hákarl og hangikjöt með tilheyrandi meðlæti rann ljúflega niður. Veislustjórinn Skjöldur Eyfjörð hélt uppi stuðinu. Ljósmynd/Aðsend

„Þorrablótið á laugardaginn var algjört æði og stóð yfir í sólarhring hjá þeim sem búa utan miðbæjar Kristiansand og þurftu að gista í bænum,“ segir Kristín Jóna Guðjónsdóttir, formaður Íslendingafélagsins í Suður-Noregi.

Kristín Jóna tók við formennsku í félaginu á síðasta aðalfundi en hafði áður setið í stjórn þess. Hún hefur búið í sjö ár í Noregi ásamt eiginmanni og dóttur.

Félagssvæði Íslendingafélagsins í Suður-Noregi er Austur- og Vestur-Agderfylki. Nokkrir Íslendingar búsettir í Osló og Stavanger, sem ekki tilheyra félagssvæðinu, lögðu land undir fót til þess að mæta á blótið. Að því er Kristín Jóna veit best eru þrjú önnur virk Íslendingafélög í Noregi; í Osló, Stavanger og Bergen, en þorrablót eru einnig haldin í Stavanger og Osló.

„Við erum eina Íslendingafélagið sem ekki er með félagaskrá eða félagsgjöld. Það má segja að við rekum félagið með ágóða af þorrablótinu og nýtum hann til þess að halda 17. júní-skemmtun, jólaball, fjölskylduskemmtun, gönguferðir og aðalfund. Við erum orðin norsk að því leyti að við tökum með okkur nesti þegar við hittumst nema á 17. júní og þorrablótinu og eigum erfiðara með að mæta á 17. júní-hátíðahöld ef það rignir,“ segir Kristín Jóna.

Sjá viðtal við Kristínu Jónu í heild á baksíðu Morgunblaðsins í dag.

Kræsingar á borðum.
Kræsingar á borðum. Ljósmynd/Aðsend
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert