Veðurstöð í Víðidal mælir mikinn kulda

Víðidalur. Mælingar í kuldapolli.
Víðidalur. Mælingar í kuldapolli.

Ný veðurathugunarstöð á svæði Hestamannafélagsins Fáks í Víðidal í Reykjavík sem tekin var í notkun fyrir skemmstu hefur nú þegar sýnt athyglisverðar mælingar.

Í frostkaflanum 26. janúar til 4. febrúar sl. mældist töluvert meira frost þar en annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Það ræðst af staðháttum, en stöðin er í 71 m hæð yfir sjávarmáli í dal sem er flatur og liggur lægra en byggðin í kring.

Frost mældist yfir 20 stig aðfaranótt 31. janúar sem og að morgni 2. febrúar, en þá mældist rétt fyrir hádegisbil -21,3. Við Arnarnesveg fór frostið niður sama morgun í -14,9° og við Veðurstofuna við Bústaðaveg -12,1°C, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »