Nýjar aðferðir í forvörnum

Foreldar þurfa að setja mörk, veita umhyggju og vera til …
Foreldar þurfa að setja mörk, veita umhyggju og vera til staðar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Embætti landlæknis hefur gefið út staðreyndablað þar sem farið er yfir hvað virkar í tóbaks-, áfengis-, og vímuforvörnum í skólum.

Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá embættinu, segir að breyttar áherslur hafi verið að þróast undanfarin ár þegar komi að forvörnum. Í stað þess að leggja áherslu á það sem er bannað eða vont sé áherslan nú á heilsueflingu, forvarnarstefnu og að börnum og unglingum líði sem best.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Dóra Guðrún, að niðurstöðurnar sem fram komi á staðreyndablaðinu séu árangur vinnu sem staðið hafi yfir í langan tíma. Niðurstaðan sé ekki áfellisdómur yfir foreldrum eða skólakerfinu heldur niðurstöður rannsókna á því hvað henti best í forvörnum barna og ungmenna. Það megi aldrei vera svo að forvarnir skaði tiltekinn hóp sama hversu lítill hann er. Það sé hlutverk landlæknisembættisins að kynna hverju sinni þær aðferðir sem virka best í forvörnum og heilsueflingu, byggðar á rannsóknum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »