Alvarlegt slys eftir aftanákeyrslu

Hvalfjarðargöng eru enn lokuð og unnið er að rannsókn á …
Hvalfjarðargöng eru enn lokuð og unnið er að rannsókn á slysstað.

Búið er að flytja þá sem slösuðust í umferðarslysinu við Hvalfjarðargöng í morgun á Landspítalann. Samkvæmt heimildum mbl.is er ýmislegt sem bendir til þess að annar hinna slösuðu hafi ekki verið inni í bílnum er slysið varð.

Slysið varð í tveggja bíla aftanákeyrslu rétt utan við Hvalfjarðargöng. Ekki liggur fyrir hve alvarleg meiðsl hinna slösuðu eru, en ljóst er þó að meiðsl annars þeirra eru töluvert alvarlegri en hins.

Hval­fjarðargöngin eru enn lokuð samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu og ekki víst að þau verði opnuð á ný fyrr en undir hádegi.

Dælu­bíll frá slökkviliðinu og björg­un­ar­sveitar­fólk af Kjal­ar­nesi var að störf­um á slysstað í morgun en tölu­vert brak er úr öku­tækj­un­um og einnig hef­ur olía lekið úr þeim. Von er á bíl frá Hreinsitækni og þá ætlar rannsóknardeild lögreglunnar að skoða vettvanginn áður en bílarnir verða fjarlægðir.

mbl.is