Bílasala dregst mikið saman

Janúarmánuður var óvenjugóður í fyrra, að sögn Jóns Trausta. Þá …
Janúarmánuður var óvenjugóður í fyrra, að sögn Jóns Trausta. Þá voru seldir 1.632 bílar en aðeins 846 í sama mánuði í ár. mbl.is/​Hari

Alls voru seldir 846 nýir bílar í janúar í ár samkvæmt tölum frá Bílgreinasambandinu og er salan tæplega 50% minni en í fyrra þegar 1.623 nýir bílar seldust í mánuðinum. Janúar var í fyrra eini mánuðurinn sem var stærri en sambærilegur mánuður fyrra árs að sögn Jóns Trausta Ólafssonar, formanns Bílgreinasambandsins.

Hann segir marga vera að huga að bílakaupum en ljóst sé að yfirstandandi kjaraviðræður hafi frestandi áhrif á bílakaup landsmanna.

„Árið hefur byrjað frekar hægt en við finnum að það eru margir í startholunum og eru að huga að bílakaupum. En það er klárt mál að yfirstandandi kjaraviðræður hafa mjög frestandi áhrif á bílasölu,“ segir Jón Trausti í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir þessar tölur ekki gefa tilefni til þess að hafa áhyggjur. Bílafloti landsmanna sé gamall og mikil undirliggjandi endurnýjunarþörf fram undan á þessu ári og því næsta. Bílverð sé tiltölulega hagstætt, gengið nokkuð sterkt og framboðið fjölbreytt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »