Ekkert lát á kvörtunum farþega vegna flugferða

Kvörtunum og ákvörðunum hjá Samgöngustofu um málefni flugfarþega hefur fjölgað til muna á síðustu þremur árum. Á milli áranna 2016 og 2017 jukust kvartanir yfir 150% og hefur fjöldinn síðan þá verið nokkuð svipaður. Þetta kemur fram í svari Samgöngustofu við fyrirspurn Morgunblaðsins.

„Það jókst afar mikið árið 2017. Kvörtunum fjölgaði um 164% en fjöldinn var svipaður 2018 og 2017. Það má kannski segja að þetta sé ekki óvenjulegt miðað við fjölgun ferðalaga hjá fólki. Það er örugglega einhver fylgni þarna á milli og svo einhverjar aðrar breytur. Fólk ferðast miklu meira en það gerði áður. Framboðið á flugferðum til og frá Íslandi hefur aukist gríðarlega og fólk þekkir réttindi sín einnig betur,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu í Morgunblaðinu í dag.

Hún bendir einnig á að ein kvörtun og ein ákvörðun geti varðað marga farþega. Þá sé fjöldi útgefinna ákvarðana minni en fjöldi kvartana vegna þess að oft jafnist ágreiningur milli farþega og flugrekenda við meðferð mála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.890 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »