Þeim fjölgar stöðugt sem mæla með Íslandi

Öryggi Íslands sem áfangastaðar og vinsældir eru þær ástæður sem ...
Öryggi Íslands sem áfangastaðar og vinsældir eru þær ástæður sem flestir nefna sem jákvæða þætti á áhrif þróunar íslenskrar ferðaþjónustu. Haraldur Jónasson/Hari

Verðlag og gengi eru þau atriði sem erlendir söluaðilar Íslandsferða líta hvað oftast neikvæðum augum. Verðlagið er enn fremur sá þáttur sem oftast var nefndur hjá þeim sem ekki mæltu með Íslandsferðum. Þeim fer þó stöðugt fjölgandi sem mæla með Íslandi sem áfangastað.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðhorfskönnun sem gerð var meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu og sem kynnt var á fundi Íslandsstofu um markaðssókn í ferðaþjónustu sem haldin var á Grand hóteli nú síðdegis.

María Björk Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri á sviði Áfangastaðarins hjá Íslandsstofu, kynnti niðurstöður könnunarinnar, sem unnin var í janúar á þessu ári. Um var að ræða netkönnun sem send var á yfir 4.000 tengiliði og bárust svör frá 226 þeirra. „Þetta er ekki hátt svarhlutfall, en í samræmi við fyrri kannanir og samkvæmt því sem við höfum séð eftir á, þá hefur forspárgildið reynst ágætt,“ sagði María.

57% svarenda í könnuninni upplifðu svipaða eða aukna sölu í Íslandsferðum árið 2018 miðað við árið á undan. Þegar spurt var um bókunarstöðu í Íslandsferðum samanborið við árið á undan gera hins vegar hlutfallslega fleiri ráð fyrir verri eða mun verri sölu, eða 43% á móti 25% sem gera ráð fyrir betri eða mun betri sölu.

Þetta segir María mögulega ekki koma á óvart enda hafi aukningin í fjölda ferðamanna ekki verið jafn hröð og undanfarin ár. „Þannig að þetta er svo sem bara í takt við það.“

Bretland sker sig úr í svörum

Er spurt var um væntingar þátttakenda til sölu á Íslandsferðum að vetri til sögðust 64%  gera ráð fyrir svipaðri sölu. Mun minni munur var hins vegar í fjölda þeirra sem gerðu ráð fyrir betri eða verri sölu að vetri til. Þannig gerðu 38% ráð fyrir verri eða mun verri sölu nú, á móti 27% sem gerðu ráð fyrir betri eða mun betri sölu. 

Þegar áætlun um bókunarstöðu var svo skoðuð eftir markaðssvæðum komu Norðurlöndin best út. 73% söluaðila í Norður-Ameríku gera ráð fyrir svipuðum bókunum nú og í fyrra og það gera líka 68%  söluaðila í Mið- og Suður-Evrópu. Í Bretlandi er hlutfallið einungis 40%, en á Norðurlöndunum  gera 92% söluaðila ráð fyrir svipuðum bókunarfjölda.

María bendir þó á að hlutfall svarenda á Norðurlöndum hafi verið lágt og því ef til vill ekki lýsandi fyrir stöðuna. „Bretland sker sig líka úr í öllum svörum og það þarf kannski ekki að koma á óvart,“ segir hún vísar þar til óvissunnar sem Bretar standa frammi fyrir varðandi útgöngu úr Evrópusambandinu.

Ljóst er hins vegar fjölgun ferðamanna er ekki jafn hröð og undanfarin ár og er það í takt við þá þróun sem sést hefur undanfarið. Þegar væntingar um sölu fyrir 2019 í heild er skoðað sést að 71% eiga von á svipaðri eða aukinni sölu en í fyrra og er það 6% minna en í fyrra, bendir engu að síður til þess að staðan sé ágæt.

Gestir á fundi Íslandsstofu um markaðssókn ferðaþjónustunnar á Grand hóteli.
Gestir á fundi Íslandsstofu um markaðssókn ferðaþjónustunnar á Grand hóteli. mbl.is/​Hari

Öryggi og vinsældir áfangastaðarins á toppnum

Þegar síðan eru skoðaðir þeir þættir sem taldir eru hafa jákvæð og neikvæð áhrif á þróun íslenskrar ferðaþjónustu tróna öryggi áfangastaðarins og vinsældir á toppnum, en 15,96% og 15,43% aðspurða nefndu þetta og er það í takt við niðurstöður könnunarinnar í fyrra.

Nokkuð virðist hins vegar fækka í hópi þeirra sem nefna aukið flugframboð og vöxt í íslenskri ferðaþjónustu sem jákvæða þætti, en heldur fjölgar hjá þeim sem nefna aðgengi að þjónustuþáttum frá innlendum þjónustuaðilum og gæði þeirrar þjónustu. Mikilvægi verðlags og gengis eykst þá talsvert milli kannanna  sem mikilvægur liður varðandi bæði jákvæða og neikvæða þætti, en lítið kemur e.t.v. á óvart að þessi þáttur tróni efst á listanum yfir neikvæða þætti.

Þegar meðmælatryggð er svo skoðuð, en þar er þátttakendum skipt í þrjá flokka eftir því hvort að þeir séu líklegri til að hvetja til Íslandsferða, vera hlutlausir eða hallmæla ferð til landsins, sést að meðmælatryggð er há fyrir Ísland. Falla þannig rúm 61% í flokk hvetjenda, 26% er hlutlausir og tæp 13% eru letjendur.

Verðlagið er þá sá þáttur sem flestir þeirra sem letja til Íslandsferða nefna máli sínu til stuðnings, á meðan íslensk náttúra er ofarlega á lista hvetjendanna.

„Meðmælatryggðin er alls staðar há, en hún er þó lægst í Mið- og Suður-Evrópu, en þarna getur verið menningamunur í svörum,“ segir María og segir vísbendingar um að Hollendingar séu t.d. almennt neikvæðari í svörum við svona könnunum. „Það er þó athyglisvert að meðmælatryggð hefur farið hækkandi í öllum okkar könnunum.“

mbl.is

Innlent »

Undrast hvað liggi á

07:14 Breytingar á aðalskipulagi Skagafjarðar byggja meðal annars á því að auka afhendingaröryggi raforku í sveitarfélaginu. Þetta undrast ýmsir íbúar þar sem hvorki liggur fyrir umhverfismat né heldur sé Blöndulína 3 á framkvæmdaáætlun Landsnets næstu árin. Meira »

Lægð sem færir okkur storm

06:58 Næstu daga er spáð umhleypingum og geta veðrabrigði orðið ansi snörp. Því er mikilvægt að fylgjast vel með þróun veðurspáa og viðvarana, einkum vegna ferðalaga á milli landshluta eða framkvæmda, að sögn veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Meira »

Fagna frumvarpi Kristjáns Þórs

06:35 Félag atvinnurekenda fagnar frumvarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, sem heimilar innflutning á fersku kjöti, eggjum og vörum úr ógerilsneyddri mjólk. Meira »

Hrósar þýðendum Lego Movie 2

06:00 „Þegar fyrsta Lego-myndin kom hélt ég að þetta yrði bara 90 mínútna auglýsing fyrir leikföng, en það reyndist ekki svo vera,“ segir Ragnar Eyþórssson, eða Raggi bíórýnir sem kemur aðra hverja viku í síðdegisþáttinn á K100. Hann tók einnig fyrir Netflix-seríuna Umbrella Academy. Meira »

Háskólamenn fjölmennir hjá VIRK

05:30 Háskólamenntuðum einstaklingum í aðildarfélögum BHM sem leita eftir þjónustu VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hefur fjölgað stórlega á seinustu árum. Meira »

Ungir skátar takast á við vetrarríkið

05:30 „Krakkarnir fara út fyrir þægindarammann og fá tækifæri til þess að reyna á það sem þeir hafa lært og fengið þjálfun í að gera.“ Meira »

Vilja ekki að ríkisstyrkt flug verði lagt niður

05:30 Bæjarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem harðlega er mótmælt áformum í drögum að stefnu um almenningssamgöngur að leggja af ríkisstyrkt innanlandsflug til Hafnar í Hornafirði. Meira »

Sala á miðum fyrir Þjóðhátíð byrjar vel

05:30 Sala á miðum í Herjólf, fyrir Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum 2019, fór vel af stað, að sögn ÍBV og Sæferða. Miðasala hófst kl. 9 í gærmorgun og rúmum klukkutíma síðar var orðið uppselt í allar ferðir hjá Sæferðum mánudaginn 2. ágúst. Meira »

Viðræðum slitið í dag?

05:30 Líklegt er að kjaraviðræðum VR, Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur við Samtök atvinnulífsins verði slitið í dag. Meira »

IKEA-blokkin í gagnið

05:30 Strax eftir komandi mánaðamót munu fyrstu íbúarnir flytja inn í fjölbýlishúsið við Urriðaholtsstræti í Garðabæ sem reist hefur verið að undirlagi IKEA á Íslandi. Meira »

Fjórmenningar með umboð til að slíta

Í gær, 22:15 Formenn Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur hafa allir fengið umboð frá sínum félögum til þess að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins (SA). Félögin munu funda með SA á morgun og í kjölfar þess fundar munu stéttarfélögin funda um hvort skuli boða til verkfalls. Meira »

Skora á stjórnvöld að bregðast við af hörku

Í gær, 21:58 Stjórn Neytendasamtakanna skorar á stjórnvöld að bregðast við af fullri hörku til varnar neytendum vegna sviksamlegrar háttsemi bílaleigunnar Procar. Þá þurfi að tryggja að eftirlit með akstursmælum sé fullnægjandi. Meira »

Kjarnorkustyrjöld í Selsferð

Í gær, 21:15 Uppákoman í Selsferðinni er einhver mesta lífsreynsla sem ég hef mætt,“ segir Heimir Sindrason tannlæknir. „Enginn var samur á eftir; því þarna vorum við um 100 krakkar saman sem stóðum andspænis dauða okkar á ögurstund mannkynssögunnar. Skelfingin sem greip um sig var mikil, í vitund allra sem þarna voru lifir þetta mál enn og margir hefðu sjálfsagt þurft það sem í dag er kallað áfallahjálp.“ Meira »

Segir Seðlabankann undirbúa aðra sneypuför

Í gær, 21:00 Stjórnendur Seðlabanka Íslands undirbúa nú enn eina sneypuförina af hálfu bankans. Þetta segir Garðar Gíslason hæstaréttarlögmaður og vísar til bréfs sem birt var á vef Seðlabankans á þriðjudag. Meira »

Vinna að niðurfellingu starfsleyfis

Í gær, 20:50 „Við erum að bregðast við með viðeigandi hætti,“ segir Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, í samtali við mbl.is, spurð út í það hvort Samgöngustofa vinni að því að svipta einhverja bílaleigu starfsleyfi sínu. Meira »

Hefur umboð til að slíta viðræðunum

Í gær, 19:48 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, fékk nú síðdegis umboð frá samninganefnd félagsins til að slíta viðræðum við Samtök atvinnulífsins á morgun. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV. Meira »

Íslendingafélag í 100 ár

Í gær, 19:40 Íslendingafélagið í Kaupmannahöfn verður 100 ára 1. mars nk. og verður tímamótanna minnst sérstaklega á hátíð félagsins 17. júní, að sögn Einars Arnalds Jónassonar, formanns þess. Meira »

Persónuafsláttur frystur í þrjú ár

Í gær, 19:25 Til stendur að frysta persónuafsláttinn í þrjú ár þar til innleitt verður nýtt kerfi til þess að reikna út hver afslátturinn eigi að vera, samkvæmt tillögum ríkisstjórnarinnar um skattkerfisbreytingar vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. Þetta staðfestir fjármálaráðuneytið í samtali við mbl.is. Meira »

Tilkynnt um eld í fjölbýli við Engihjalla

Í gær, 18:59 Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu er tilkynnt var um eld á sjöundu hæð í fjölbýlishúsi við Engihjalla nú undir kvöld. Voru bílar sendir á staðinn frá öllum stöðvum en mikinn reyk lagði um stigaganginn. Meira »
Gefins - áttu klink sem þú mátt missa?
Kattholt þiggur með þökkum smámynt (hvaðan sem er). Þetta fer til að fjármagna...
Óska eftir 3 herbergja íbúð í 109, Bakkahverfi
Erum þrír , faðir og tveir unglingar. í heimili og vantar íbúð í Bakkahverfinu á...
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Allar stærðir sendibíla. Traust og góð þjónusta við fyrirtæki og einstaklinga. ...
KERRUR _ KERRUR _ KERRUR
Þessar sterku Þýsku frá ANSSEMS & HULCO, til afgreiðslu strax, sjá myndir m.a. í...