Þeim fjölgar stöðugt sem mæla með Íslandi

Öryggi Íslands sem áfangastaðar og vinsældir eru þær ástæður sem ...
Öryggi Íslands sem áfangastaðar og vinsældir eru þær ástæður sem flestir nefna sem jákvæða þætti á áhrif þróunar íslenskrar ferðaþjónustu. Haraldur Jónasson/Hari

Verðlag og gengi eru þau atriði sem erlendir söluaðilar Íslandsferða líta hvað oftast neikvæðum augum. Verðlagið er enn fremur sá þáttur sem oftast var nefndur hjá þeim sem ekki mæltu með Íslandsferðum. Þeim fer þó stöðugt fjölgandi sem mæla með Íslandi sem áfangastað.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðhorfskönnun sem gerð var meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu og sem kynnt var á fundi Íslandsstofu um markaðssókn í ferðaþjónustu sem haldin var á Grand hóteli nú síðdegis.

María Björk Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri á sviði Áfangastaðarins hjá Íslandsstofu, kynnti niðurstöður könnunarinnar, sem unnin var í janúar á þessu ári. Um var að ræða netkönnun sem send var á yfir 4.000 tengiliði og bárust svör frá 226 þeirra. „Þetta er ekki hátt svarhlutfall, en í samræmi við fyrri kannanir og samkvæmt því sem við höfum séð eftir á, þá hefur forspárgildið reynst ágætt,“ sagði María.

57% svarenda í könnuninni upplifðu svipaða eða aukna sölu í Íslandsferðum árið 2018 miðað við árið á undan. Þegar spurt var um bókunarstöðu í Íslandsferðum samanborið við árið á undan gera hins vegar hlutfallslega fleiri ráð fyrir verri eða mun verri sölu, eða 43% á móti 25% sem gera ráð fyrir betri eða mun betri sölu.

Þetta segir María mögulega ekki koma á óvart enda hafi aukningin í fjölda ferðamanna ekki verið jafn hröð og undanfarin ár. „Þannig að þetta er svo sem bara í takt við það.“

Bretland sker sig úr í svörum

Er spurt var um væntingar þátttakenda til sölu á Íslandsferðum að vetri til sögðust 64%  gera ráð fyrir svipaðri sölu. Mun minni munur var hins vegar í fjölda þeirra sem gerðu ráð fyrir betri eða verri sölu að vetri til. Þannig gerðu 38% ráð fyrir verri eða mun verri sölu nú, á móti 27% sem gerðu ráð fyrir betri eða mun betri sölu. 

Þegar áætlun um bókunarstöðu var svo skoðuð eftir markaðssvæðum komu Norðurlöndin best út. 73% söluaðila í Norður-Ameríku gera ráð fyrir svipuðum bókunum nú og í fyrra og það gera líka 68%  söluaðila í Mið- og Suður-Evrópu. Í Bretlandi er hlutfallið einungis 40%, en á Norðurlöndunum  gera 92% söluaðila ráð fyrir svipuðum bókunarfjölda.

María bendir þó á að hlutfall svarenda á Norðurlöndum hafi verið lágt og því ef til vill ekki lýsandi fyrir stöðuna. „Bretland sker sig líka úr í öllum svörum og það þarf kannski ekki að koma á óvart,“ segir hún vísar þar til óvissunnar sem Bretar standa frammi fyrir varðandi útgöngu úr Evrópusambandinu.

Ljóst er hins vegar fjölgun ferðamanna er ekki jafn hröð og undanfarin ár og er það í takt við þá þróun sem sést hefur undanfarið. Þegar væntingar um sölu fyrir 2019 í heild er skoðað sést að 71% eiga von á svipaðri eða aukinni sölu en í fyrra og er það 6% minna en í fyrra, bendir engu að síður til þess að staðan sé ágæt.

Gestir á fundi Íslandsstofu um markaðssókn ferðaþjónustunnar á Grand hóteli.
Gestir á fundi Íslandsstofu um markaðssókn ferðaþjónustunnar á Grand hóteli. mbl.is/​Hari

Öryggi og vinsældir áfangastaðarins á toppnum

Þegar síðan eru skoðaðir þeir þættir sem taldir eru hafa jákvæð og neikvæð áhrif á þróun íslenskrar ferðaþjónustu tróna öryggi áfangastaðarins og vinsældir á toppnum, en 15,96% og 15,43% aðspurða nefndu þetta og er það í takt við niðurstöður könnunarinnar í fyrra.

Nokkuð virðist hins vegar fækka í hópi þeirra sem nefna aukið flugframboð og vöxt í íslenskri ferðaþjónustu sem jákvæða þætti, en heldur fjölgar hjá þeim sem nefna aðgengi að þjónustuþáttum frá innlendum þjónustuaðilum og gæði þeirrar þjónustu. Mikilvægi verðlags og gengis eykst þá talsvert milli kannanna  sem mikilvægur liður varðandi bæði jákvæða og neikvæða þætti, en lítið kemur e.t.v. á óvart að þessi þáttur tróni efst á listanum yfir neikvæða þætti.

Þegar meðmælatryggð er svo skoðuð, en þar er þátttakendum skipt í þrjá flokka eftir því hvort að þeir séu líklegri til að hvetja til Íslandsferða, vera hlutlausir eða hallmæla ferð til landsins, sést að meðmælatryggð er há fyrir Ísland. Falla þannig rúm 61% í flokk hvetjenda, 26% er hlutlausir og tæp 13% eru letjendur.

Verðlagið er þá sá þáttur sem flestir þeirra sem letja til Íslandsferða nefna máli sínu til stuðnings, á meðan íslensk náttúra er ofarlega á lista hvetjendanna.

„Meðmælatryggðin er alls staðar há, en hún er þó lægst í Mið- og Suður-Evrópu, en þarna getur verið menningamunur í svörum,“ segir María og segir vísbendingar um að Hollendingar séu t.d. almennt neikvæðari í svörum við svona könnunum. „Það er þó athyglisvert að meðmælatryggð hefur farið hækkandi í öllum okkar könnunum.“

mbl.is

Innlent »

Leita Jóns frá morgni fram á kvöld

14:24 Fjölskylda og vinir Jón Þrastar Jónssonar, sem hvarf á laugardagsmorgun fyrir um viku síðan í Dublin, hafa frá í gærmorgun gengið skipulega um hverfi borgarinnar í allsherjarleit. Á bilinu 12 til 15 manns hafa leitað hans frá í gærmorgun þegar skipulögð leit hófst. Meira »

Röktu ferðir ræningja í snjónum

14:09 Rán var framið í kjörbúð á Akureyri á sjöunda tímanum í morgun. Karlmaður á þrítugsaldri ógnaði tveimur starfsmönnum með hnífi og krafðist þess að fá afhenta peninga úr sjóðsvélum. Maðurinn hljóp á brott úr versluninni þegar hann var kominn með peningana. Meira »

Mismunar miðlum gróflega

14:00 Réttlátara væri að fella niður tryggingagjald hjá fjölmiðlum eða fella niður virðisaukaskatt á áskriftarmiðla frekar en að ríkið endurgreiddi hluta ritstjórnarkostnaðar einkarekinna fjölmiðla. Þetta sagði Stefán Einar Stefánsson, ritstjóri viðskipta Morgunblaðsins, í útvarpsþættinum Þingvöllum á K100 í morgun. Meira »

Verkalýðsfélög stýra ekki landinu

11:42 Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir forystu verkalýðsfélaganna ekki kjörna til að fara með stjórn landsmála heldur fyrst og fremst til þess að semja um kjör á markaði við sína viðsemjendur. Viðsemjendurnir eru Samtök atvinnulífsins en ekki ríkið. Meira »

Búið að opna fyrir umferð um Hellisheiði

09:35 Búið er að opna fyrir umferð um Hellisheiði, en veginum var lokað í nótt vegna ófærðar. Fyrr í morgun var opnað fyrir umferð um Þrengslin, en þar hafði einnig verið lokað fyrir umferð í nótt. Meira »

Fjölmiðlar, kjarabarátta og kjördæmavikan

09:30 Þingkonurnar Bryndís Haraldsdóttir, Steinunn Þóra Árnadóttir og Halldóra Mogensen mæta í þáttinn Þingvelli á K100 í dag og munu ræða við Björt Ólafsdóttur meðal annars um kjarabaráttuna, kjördæmaviku og afsögn varaþingmanns Pírata Meira »

Hætta á óafturkræfum inngripum

08:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti nýverið drög að frumvarpi til laga um kynrænt sjálfræði. Kitty Anderson, formaður Intersex Ísland, segir að þangað til lögunum verður breytt sé hætta á að börn séu látin sæta óafturkræfum inngripum sem eru byggð á félagslegum eða útlitslegum forsendum. Meira »

Sjóveðurfréttirnar halda enn gildi sínu

08:00 Sjóveðurfréttir hafa frá áramótum verið lesnar klukkan 5.03 að morgni á Rás 1 í Ríkisútvarpinu, að loknum útvarpsfréttum sem sendar eru út klukkan fimm. Áður voru sjóveðurfréttirnar lesnar klukkan 4.30 en með þessum breytingum verða allir veðurfréttatímar í kjölfar útvarpsfrétta á RÚV. Meira »

Ók á kyrrstæða bíla og svo á brott

07:22 Yfir 80 mál komu upp hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu frá því klukkan sjö í gærkvöldi fram á morgun og voru níu vistaðir í fangageymslu í nótt. Tveir menn voru meðal annars handteknir í Reykjavík seint í gærkvöldi grunaðir um sölu og dreifingu fíkniefna. Voru þeir vistaðir í fangageymslu. Meira »

Þungfært víða og Hellisheiði lokuð

07:13 Hellisheiði er enn lokuð eftir að hafa verið lokuð í nótt vegna veðurs. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut, en hálka og éljagangur á Grindarvíkurvegi. Hálka eða snjóþekja er á flestum öðrum leiðum á Suðvesturlandi. Meira »

Þrennt alvarlega slasað eftir árekstur

Í gær, 22:30 Þrír liggja alvarlega slasaðir á Landspítalanum eftir árekstur tveggja bíla á Suðurlandsvegi austan við Hjörleifshöfða á fimmtudagskvöld, breskt par og einstaklingur frá Taívan. Meira »

Taumlaus gleði og hamingja

Í gær, 21:58 Hamingja á heimsvísu. Þó að úti hamist stríð um hagsmuni er mannsandinn samur við sig. Ástar er þörf!  Meira »

Staðbundnar fréttaveitur hlunnfarnar

Í gær, 20:45 Fjölda staðbundinna fjölmiðla íslenskra þykir sinn hlutur fyrir borð borinn í frumvarpi um breytingar á fjölmiðlalögum, ef marka má umsagnir þeirra flestra inni á samráðsgáttinni á vefsvæði stjórnvalda. Meira »

Stoltir af breyttri bjórmenningu hér

Í gær, 20:26 „Við erum að fá algjörlega mögnuð brugghús í heimsókn til okkar. Þetta verður mjög spennandi hátíð,“ segir Ólafur Ágústsson, einn skipuleggjenda The Annual Icelandic Beer Festival sem haldin verður í áttunda sinn í næstu viku. Hátíðin stendur frá fimmtudegi til laugardags og er að þessu sinni haldin í aðdraganda þess að þrjátíu ár eru liðin frá fyrsta Bjórdeginum. Meira »

Tveir með fyrsta vinning í Lottó

Í gær, 19:57 Tveir heppnir lottó­spil­arar voru með all­ar fimm töl­ur rétt­ar í lottóút­drætti kvölds­ins og hlýtur hvor þeirra 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar vinningshafinn er í áskrift en hinn keypti miðann á lotto.is. Meira »

Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi

Í gær, 19:30 Fyrst var leyfilegt að selja bjór hérlendis 1. mars 1989 og allar götur síðan hefur Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði minnst þessara tímamóta. Meira »

RÚV verði að gefa eftir

Í gær, 18:58 Ofarlega á baugi í umsögnum fjölmiðla við nýtt frumvarp um fjölmiðla er staða RÚV á auglýsingamarkaði, sem þeir segja margir að geri öðrum miðlum ómögulega erfitt fyrir. Meira »

Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu

Í gær, 18:42 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er hvött til að ljúka friðlýsingu Víkurkirkjugarðs, alveg að austustu mörkum hans, eins og þau voru árið 1838. Þetta kom fram í ályktun baráttufundar um verndun Víkurkirkjugarðs í Iðnó í dag. Meira »

Varað við ferðalögum í kvöld og nótt

Í gær, 18:13 Spár gera ráð fyrir norðaustanhríðarveðri víða á landinu í nótt og varað er við ferðalögum um landið seint í kvöld og nótt eftir að þjónustutíma lýkur. Meira »
Tæki fyrir skógræktina
Framundan er grisjun. Öflugir vökvastýrðir kurlarar, viðarkljúfar, stubbafræsar...
Skrifstofuhúsnæði Bolholti 4
Til leigu er skrifstofurými, alls um 110 fermetrar, í austurenda á 5. og efstu ...
PALLHÝSI Travel Lite á Íslandi
Nú er besti tíminn til að panta, og fá húsið í maí. Einkaumboð fyrir TRAVEL L...
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...