Þeim fjölgar stöðugt sem mæla með Íslandi

Öryggi Íslands sem áfangastaðar og vinsældir eru þær ástæður sem ...
Öryggi Íslands sem áfangastaðar og vinsældir eru þær ástæður sem flestir nefna sem jákvæða þætti á áhrif þróunar íslenskrar ferðaþjónustu. Haraldur Jónasson/Hari

Verðlag og gengi eru þau atriði sem erlendir söluaðilar Íslandsferða líta hvað oftast neikvæðum augum. Verðlagið er enn fremur sá þáttur sem oftast var nefndur hjá þeim sem ekki mæltu með Íslandsferðum. Þeim fer þó stöðugt fjölgandi sem mæla með Íslandi sem áfangastað.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðhorfskönnun sem gerð var meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu og sem kynnt var á fundi Íslandsstofu um markaðssókn í ferðaþjónustu sem haldin var á Grand hóteli nú síðdegis.

María Björk Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri á sviði Áfangastaðarins hjá Íslandsstofu, kynnti niðurstöður könnunarinnar, sem unnin var í janúar á þessu ári. Um var að ræða netkönnun sem send var á yfir 4.000 tengiliði og bárust svör frá 226 þeirra. „Þetta er ekki hátt svarhlutfall, en í samræmi við fyrri kannanir og samkvæmt því sem við höfum séð eftir á, þá hefur forspárgildið reynst ágætt,“ sagði María.

57% svarenda í könnuninni upplifðu svipaða eða aukna sölu í Íslandsferðum árið 2018 miðað við árið á undan. Þegar spurt var um bókunarstöðu í Íslandsferðum samanborið við árið á undan gera hins vegar hlutfallslega fleiri ráð fyrir verri eða mun verri sölu, eða 43% á móti 25% sem gera ráð fyrir betri eða mun betri sölu.

Þetta segir María mögulega ekki koma á óvart enda hafi aukningin í fjölda ferðamanna ekki verið jafn hröð og undanfarin ár. „Þannig að þetta er svo sem bara í takt við það.“

Bretland sker sig úr í svörum

Er spurt var um væntingar þátttakenda til sölu á Íslandsferðum að vetri til sögðust 64%  gera ráð fyrir svipaðri sölu. Mun minni munur var hins vegar í fjölda þeirra sem gerðu ráð fyrir betri eða verri sölu að vetri til. Þannig gerðu 38% ráð fyrir verri eða mun verri sölu nú, á móti 27% sem gerðu ráð fyrir betri eða mun betri sölu. 

Þegar áætlun um bókunarstöðu var svo skoðuð eftir markaðssvæðum komu Norðurlöndin best út. 73% söluaðila í Norður-Ameríku gera ráð fyrir svipuðum bókunum nú og í fyrra og það gera líka 68%  söluaðila í Mið- og Suður-Evrópu. Í Bretlandi er hlutfallið einungis 40%, en á Norðurlöndunum  gera 92% söluaðila ráð fyrir svipuðum bókunarfjölda.

María bendir þó á að hlutfall svarenda á Norðurlöndum hafi verið lágt og því ef til vill ekki lýsandi fyrir stöðuna. „Bretland sker sig líka úr í öllum svörum og það þarf kannski ekki að koma á óvart,“ segir hún vísar þar til óvissunnar sem Bretar standa frammi fyrir varðandi útgöngu úr Evrópusambandinu.

Ljóst er hins vegar fjölgun ferðamanna er ekki jafn hröð og undanfarin ár og er það í takt við þá þróun sem sést hefur undanfarið. Þegar væntingar um sölu fyrir 2019 í heild er skoðað sést að 71% eiga von á svipaðri eða aukinni sölu en í fyrra og er það 6% minna en í fyrra, bendir engu að síður til þess að staðan sé ágæt.

Gestir á fundi Íslandsstofu um markaðssókn ferðaþjónustunnar á Grand hóteli.
Gestir á fundi Íslandsstofu um markaðssókn ferðaþjónustunnar á Grand hóteli. mbl.is/​Hari

Öryggi og vinsældir áfangastaðarins á toppnum

Þegar síðan eru skoðaðir þeir þættir sem taldir eru hafa jákvæð og neikvæð áhrif á þróun íslenskrar ferðaþjónustu tróna öryggi áfangastaðarins og vinsældir á toppnum, en 15,96% og 15,43% aðspurða nefndu þetta og er það í takt við niðurstöður könnunarinnar í fyrra.

Nokkuð virðist hins vegar fækka í hópi þeirra sem nefna aukið flugframboð og vöxt í íslenskri ferðaþjónustu sem jákvæða þætti, en heldur fjölgar hjá þeim sem nefna aðgengi að þjónustuþáttum frá innlendum þjónustuaðilum og gæði þeirrar þjónustu. Mikilvægi verðlags og gengis eykst þá talsvert milli kannanna  sem mikilvægur liður varðandi bæði jákvæða og neikvæða þætti, en lítið kemur e.t.v. á óvart að þessi þáttur tróni efst á listanum yfir neikvæða þætti.

Þegar meðmælatryggð er svo skoðuð, en þar er þátttakendum skipt í þrjá flokka eftir því hvort að þeir séu líklegri til að hvetja til Íslandsferða, vera hlutlausir eða hallmæla ferð til landsins, sést að meðmælatryggð er há fyrir Ísland. Falla þannig rúm 61% í flokk hvetjenda, 26% er hlutlausir og tæp 13% eru letjendur.

Verðlagið er þá sá þáttur sem flestir þeirra sem letja til Íslandsferða nefna máli sínu til stuðnings, á meðan íslensk náttúra er ofarlega á lista hvetjendanna.

„Meðmælatryggðin er alls staðar há, en hún er þó lægst í Mið- og Suður-Evrópu, en þarna getur verið menningamunur í svörum,“ segir María og segir vísbendingar um að Hollendingar séu t.d. almennt neikvæðari í svörum við svona könnunum. „Það er þó athyglisvert að meðmælatryggð hefur farið hækkandi í öllum okkar könnunum.“

mbl.is

Innlent »

Tveir með fyrsta vinning í Lottó

19:57 Tveir heppnir lottó­spil­arar var með all­ar fimm töl­ur rétt­ar í lottóút­drætti kvölds­ins og hlýtur hvor þeirra 3,8 milljónir króna í sinn hlut. Annar vinningshafinn er í áskrift en hinn keypti miðann á lotto.is. Meira »

Úr tombólu í árlega bjórhátíð í þrjá áratugi

19:30 Fyrst var leyfilegt að selja bjór hérlendis 1. mars 1989 og allar götur síðan hefur Lionsklúbburinn Ásbjörn í Hafnarfirði minnst þessara tímamóta. Meira »

RÚV verði að gefa eftir

18:58 Ofarlega á baugi í umsögnum fjölmiðla við nýtt frumvarp um fjölmiðla er staða RÚV á auglýsingamarkaði, sem þeir segja margir að geri öðrum miðlum ómögulega erfitt fyrir. Meira »

Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu

18:42 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, er hvött til að ljúka friðlýsingu Víkurkirkjugarðs, alveg að austustu mörkum hans, eins og þau voru árið 1838. Þetta kom fram í ályktun baráttufundar um verndun Víkurkirkjugarðs í Iðnó í dag. Meira »

Varað við ferðalögum í kvöld og nótt

18:13 Spár gera ráð fyrir norðaustanhríðarveðri víða á landinu í nótt og varað er við ferðalögum um landið seint í kvöld og nótt eftir að þjónustutíma lýkur. Meira »

Bátur á reki úti fyrir Austurlandi

16:55 Um klukkan eitt í dag var óskað eftir aðstoð björgunarskips á Austurlandi vegna báts sem var á reki níu sjómílum suður af Stokksnesi. Báturinn var við veiðar þegar hann misst samband við stýrið og rak því stjórnlaust frá landi. Meira »

Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé

16:40 Alls nam kostnaður vegna flutnings Fiskistofu til Akureyrar árið 2016 tæplega 180 milljónum króna. Stærstu einstöku liðirnir eru vegna starfslokakostnaðar upp á 45 milljónir og flugkostnaður innanlands, dagpeningar og annar ferða- og dvalarkostnaður nam samtals um 42 milljónum. Meira »

Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael

16:22 Selmu Björnsdóttur söngkonu var boðið að koma og syngja á skemmtun í Ísrael í Eurovision-vikunni í maí. Skemmtunin fer ekki fram á vegum sjálfrar hátíðarinnar heldur einkaaðila. Meira »

Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum

16:05 Engar sérstakar athugasemdir eru gerðar við það í skoðunarferli bíla hér á landi, þó að kílómetrastaða bílsins sé röng. Bíla, sem t.d. er búið að skipta um mælaborð í, er hægt að nota áfram sem bílaleigubíla, án þess að nokkrar athugasemdir séu við það gerðar af hálfu eftirlitsaðila. Meira »

Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni

15:10 Leit heldur áfram að Jóni Þresti Jónssyni, Íslendingi er hvarf í Dyflinnarborg fyrir viku. Fjölskylda hans er nú stödd þar eystra og leitar hans ásamt lögreglunni þar. Meira »

Höfðu beðið og leitað

13:49 Ævilangri leit Gunnars Smith að föður sínum lauk á síðasta ári en eftir að hafa reynt allt í leitinni kom sonur hans, Hlynur Smith, honum á sporið. Meira »

Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“

13:10 The Reykjavík Grapevine og Iceland Review, íslenskir fjölmiðlar sem skrifa á ensku, gera alvarlegar athugasemdir við ákvæði í frumvarpi að lögum um styrki til fjölmiðla, um að efnið verði að vera á íslensku. Meira »

Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna

11:11 Stefán Andrésson, sonur Þorbjargar Pálsdóttur myndhöggvara, auglýsir nú eftir afdrifum eins verka móður sinnar. Verkið sem um ræðir er Hrekkjusvín og var á útilistasýningu á Skólavörðuholtinu 1972. Eftir það fór verkið til Neskaupstaðar og Vestmannaeyja, en síðan hefur ekkert til þess spurst. Meira »

Úlfur úlfur

10:24 Það kemur að því að þú áttar þig á því að fréttin: „Svona getur þú unnið milljónir í lottóinu“ mun líklega ekki skila neinum peningum. Og það eru takmörk fyrir því hvað er hægt að gera margar fréttir um fólk sem trúði ekki sínum eigin augum. Meira »

Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni

09:54 Flugvallarstarfsmenn á Keflavíkurflugvelli óskuðu nýverið eftir aðstoð lögreglunnar á Suðurnesjum vegna flugfarþega sem höfðu hreiðrað um sig hjá söluskrifstofu Icelandair í flugstöðinni. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að öryggisgæslan á flugvellinum hafi reynt að koma þeim á æskilegri stað, en þau brugðist illa við þeim umleitunum. Meira »

Stefnir í góðan dag í brekkunum

09:54 Helstu skíðasvæði landsins opna núna klukkan tíu í dag og eru opin frameftir degi. Bláfjöll, Skálafell og Hlíðarfjall tala öll á vefsíðum sínum um smá frost en hér um bil logn víðast. Meira »

Sex skip voru við loðnuleit

09:30 Tvö norsk veiðiskip hafa bæst í hóp skipa sem leita loðnu við landið og í gær voru sex skip við loðnuleit. Langt er síðan slíkur fjöldi skipa hefur tekið þátt í verkefni sem þessu ef þá nokkurn tímann. Meira »

Grænmetismarkaðurinn jafnar sig

08:18 „Mér sýnist markaðurinn vera heldur að jafna sig á Costco-áhrifunum. Ég upplifi það líka sem viðskiptavinur að hægt er að fá körfu þótt komið sé þangað á föstudegi,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Sambands garðyrkjubænda, um þróunina í sölu á grænmeti og berjum. Meira »

Auka verður framlög til viðhalds og vegagerðar

07:57 Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) hafa áhyggjur af tíðum umferðarslysum á þjóðvegunum, að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF. Hann benti á að auknum fjölda erlendra ferðamanna hefði fylgt fjölgun slysa. Meira »
Volvo V70 1998 CROSS COUNTRY 4X4
Prútta ekki neitt með þetta verð. þarf að skipta um eina legu. xenon ljós. er á ...
Einn sá öflugasti
JAKINN Einn sá öflugasti og verklegasti Ford 7,3 Power Stroke, Skráður frá framl...
fágætar bækur til sölu
til lsölu nokkrar fágætar bækur Sjálfstætt fólk 1-2 Sneglu-Halli eftir Símon...