Flytji störf úr landi

Drög að fjölbýli Bjargs við Móaveg í Grafarvogi. Húsið er …
Drög að fjölbýli Bjargs við Móaveg í Grafarvogi. Húsið er langt komið. Teikning/Bjarg íbúðafélag

Eyjólfur Eyjólfsson, stjórnarmaður í Félagi húsgagna- og innréttingaframleiðenda, gagnrýnir verkalýðshreyfinguna fyrir að velja erlendar innréttingar í félagslegar íbúðir.

Með því sé hreyfingin að flytja störf úr landi samtímis því sem farið sé að hægja á innlendri framleiðslu.

Málið varðar Bjarg – íbúðafélag sem var stofnað af ASÍ og BSRB. Bjarg valdi að loknu útboði erlendar innréttingar. Þá er félagið að láta reisa timburhús frá Lettlandi á Akranesi. Horft er til fleiri staða.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag gagnrýnir Eyjólfur að Þorbjörn Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samiðnar, skuli sem meðstjórnandi í Bjargi taka þátt í slíkum viðskiptum.

„Þorbjörn er sem framkvæmdastjóri Samiðnar fulltrúi verkalýðsfélaga iðnaðarmanna. Samtímis situr hann í stjórn félags sem er að útvista mikilli vinnu úr landi. Maður sem er í vinnu fyrir iðnaðarmenn á Íslandi er með því að útvista ómældri vinnu til láglaunalanda og telur engan hagsmunaárekstur í því,“ segir Eyjólfur.

Þráinn E. Gíslason, einn eigenda Trésmiðu Þráins á Akranesi, tekur í sama streng og bendir á að verkalýðshreyfingin segi laun á Íslandi alltof lág en telji þau engu að síður ekki samanburðarhæf.

Þá gagnrýnir hann Drífu Snædal, forseta ASÍ, fyrir að efast um að innlendir framleiðendur gætu framleitt húsin á Akranesi í tæka tíð.

„Við vorum hins vegar aldrei spurðir hvort við treystum okkur til þess,“ segir Þráinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »