Gáfu stefnuljós of seint
Áberandi var hversu seint ökumenn gáfu stefnuljós í könnun sem VÍS gerði nýverið.
Könnuð var stefnuljósanotkun ökumanna sem beygðu af þjóðvegi 1 yfir á Biskupstungnabraut rétt vestan við Selfoss, að því er segir í tilkynningu.
Mikill meirihluti ökumanna gaf stefnuljós eða 93%. Það sem var þó áberandi var hversu seint ökumenn gáfu stefnuljós.
Þegar fylgst var með bílum sem óku í átt að Selfossi og voru að beygja inn á Biskupstungnabrautina gáfu 60% þeirra stefnuljósið of seint, eða um leið og þeir beygðu inn á fráreinina eða eftir að komið var inn á hana.
„Stefnuljósin eru öryggistæki í umferðinni. Hafa þann tilgang að upplýsa ökumenn í kring ef á að breyta stefnu ökutækis. Það er því til lítils að setja stefnuljósið á þegar komið er inn á fráreinina. Það þarf að gera einhverjum metrum áður en komið er að henni,“ segir í tilkynningunni.
„Samkvæmt könnunum Samgöngustofu er skortur á stefnuljósanotkun annarra ökumanna það sem pirrar ökumenn mest í umferðinni. Við hvetjum alla til að líta í eigin barm og skoða hvort hægt sé að bæta stefnuljósanotkunina og draga með því t.d. úr líkum á aftanákeyrslum sem eru næstalgengustu ökutjónin hjá VÍS.“
Innlent »
- 35 teknir fyrir vímuakstur
- Matarboð fyrir einhleypa
- Skoða sæstreng milli Íslands, Noregs og Írlands
- Ratsjármæli farleiðir fugla
- Fá engin svör frá borginni
- Vegum lokað vegna ófærðar
- Norðanhríð fram yfir hádegi
- Hættustig í Ólafsfjarðarmúla
- Þjófar og fíkniefnasalar í haldi
- Leysigeisla beint að flugvél
- Íslensku sauðfé fækkaði um 10%
- Skattabreytingar tilkynntar bráðlega
- Kæfisvefn barna getur haft áhrif á heilsu þeirra
- Ávarpaði stóran útifund
- Höfnin ekki dýpkuð í vikunni
- Ákvörðun um friðun Víkurgarðs kynnt í dag
Sunnudagur, 17.2.2019
- Vara við öflugum hviðum þvert á veginn
- Ásgeir fái sína eigin seríu
- Bryndís segist vera fórnarlamb
- Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi
- Voru að losa bílana úr sköflunum
- Nafngreindur maður vændur um lygar
- Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði
- Breytingar Samskipa gefið góða raun
- Sakar Bryndísi um hroka
- Leita Jóns frá morgni til kvölds
- Röktu ferðir ræningja í snjónum
- Mismunar miðlum gróflega
- RÚV verði að gefa eftir
- Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu
- Varað við ferðalögum í kvöld og nótt
- Bátur á reki úti fyrir Austurlandi
- Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé
- Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael
- Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum
- Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni
- Höfðu beðið og leitað
- Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“
- Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna
- Úlfur úlfur
- Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni
- Stefnir í góðan dag í brekkunum
- Sex skip voru við loðnuleit

- Svindlið nær allt til 2018
- Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku
- Ásgeir fái sína eigin seríu
- Voru að losa bílana úr sköflunum
- Nafngreindur maður vændur um lygar
- Leysigeisla beint að flugvél
- Bryndís segist vera fórnarlamb
- „4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“
- Sakar Bryndísi um hroka
- Mótmæla við Landsbankann