Veitur hækkuðu orkureikninginn án heimildar

Garðabær. Veitur ehf. sjá íbúum hér fyrir heitu vatni og …
Garðabær. Veitur ehf. sjá íbúum hér fyrir heitu vatni og rafmagni mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Veitum ohf. var óheimilt að tvöfalda upphæð orkureiknings viðskiptavinar til þess að knýja fram álestur á orkunotkun. Þetta segir í úrskurði Orkustofnunar við erindi íbúa í Garðabæ.

Hann kvartaði yfir aðferðum Veitna við mælaálestur og innheimtu og spurði um lögmætið, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Starfsmaður Veitna kom að húsi í Garðabæ snemma sumars í fyrra til að lesa af mælum. Enginn var heima og var skilinn eftir miði þar sem húsráðandi, Rúnar Stanley Sighvatsson, var beðinn að senda upplýsingar. Hann gleymdi erindinu. Í sumarlok var honum tilkynnt að reikningurinn hefði verið hækkaður meira en tvöfalt og upphæðin gjaldfærð á kreditkort.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »