Innköllun á döðlum vegna skordýra

Döðlurnar sem hafa verið innkallaðar.
Döðlurnar sem hafa verið innkallaðar. Ljósmynd/Aðsend

Heilsa ehf. hefur, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað Sólgæti döðlur vegna þess að skordýr hafa fundist í vörunni.

Viðskiptavinum sem hafa keypt vöruna er bent á að neyta hennar ekki og farga eða skila henni í þeirri verslun sem hún var keypt hjá.

Þetta kemur fram í tilkynningu.

Eftirfarandi upplýsingar auðkenna vöruna sem innköllunin einskorðast við:

Vörumerki: Sólgæti.

Vöruheiti: Döðlur.

Strikanúmer: 5024425287810.

Nettómagn: 500 g.

Best fyrir: 15.08.2019.

Lotunúmer: 7227.

Framleiðsluland: Bretland.

Innflytjandi: Heilsa ehf., Bæjarflöt 1-3, 112 Reykjavík.

Dreifing: Verslanir Nettó, Kjörbúðin Blönduósi, Seljakjör, verslanir Heilsuhússins, Fjarðarkaup, Melabúðin, Verslun Einars Ólafssonar og Pétursbúð.

mbl.is