Kom grútskítugum haferni til bjargar

Veiðimaðurinn Snorri Rafnsson, einnig þekktur sem Vargurinn, hlúir nú að haferni á heimili sínu, sem hann handsamaði í Krossavík nærri Hellissandi á Snæfellsnesi í dag. Hann ætlar að keyra með örninn til Reykjavíkur á morgun og láta hann í umsjá Náttúrufræðistofnunar.

Snorri var að viðra hundana sína er hann sá örninn, sem er 17 ára gamall og var merktur sem ungi í Breiðafirði árið 2002. Roskið merkisdýr, sem var í vanda statt, en haförninn var blautur af grút eftir að hafa gætt sér á hvalshræi sem er að finna þarna í víkinni.

Mynd sem Snorri birti af sér og erninum á Snapchat ...
Mynd sem Snorri birti af sér og erninum á Snapchat í dag. Ljósmynd/Snorri Rafnsson

„Ég labbaði aðeins nær og sá að það var eitthvað að honum. Ég hélt að hann myndi fljúga í burtu,“ segir Snorri í samtali við mbl.is, og bætir við að fitan úr hvalshræinu hafi „fyllst í fjaðrirnar“ á erninum og að það verði oft til þess að þessi voldugu dýr drepist.

„Þetta gerir það að verkum að þeir geta ekki flogið, svo bara byrja þeir að blotna og hrörna niður,“ segir Snorri, sem handsamaði annan örn í byrjun desember árið 2017. Sá var mun yngri, eða á fyrsta ári og var að lokum svæfður í maí síðastliðnum, þar sem hann braggaðist ekki nægilega eftir að Snorri hafði komið honum í umsjá Náttúrufræðistofnunar, sem vistaði hann síðar í Húsdýragarðinum í Laugardal.

Í grennd við örninn var þjóðgarðsvörður í Snæfellsjökulsþjóðgarði, sem hafði verið í sambandi við fuglafræðinga vegna hafarnarins, en ekki treyst sér til að fara og handsama hann. Snorri gekk því í verkið, eftir samtal við þjóðgarðsvörðinn og eftir að hafa ráðfært sig við fuglasérfræðinga hjá Náttúrufræðistofnun.

Nú er haförninn í góðu yfirlæti á heimili Snorra, í rúmgóðu búri í bílskúrnum, eins og sjá má fjölmörgum myndskeiðum á Snapchat-aðgangi hans.

Hægt er að sjá hafarnar-ævintýri Snorra í dag á Snapchat, ...
Hægt er að sjá hafarnar-ævintýri Snorra í dag á Snapchat, undir nafninu Vargurinn.

„Ég bruna beint með hann í bæinn á morgun og þeir [hjá Náttúrufræðistofnun] taka á móti honum, þrífa hann og sleppa honum svo bara aftur eins fljótt og hægt er, á svipaðar slóðir,“ segir Snorri, sem telur að fyrir utan grútinn ami ekkert að erninum sem hann fangaði í dag og reiknar með að hann verði kominn aftur á ról innan skamms.

Snorri er vinsæll á samfélagsmiðlum og þúsundir fylgjast með honum á Snapchat á hverjum degi, en hann er oft úti í náttúrunni á Snæfellsnesi við minkaveiðar. Hann er einnig á Instagram, undir nafninu thewestviking.

Attachment: "vargur" nr. 11018

mbl.is

Innlent »

Norðanhríð fram yfir hádegi

06:47 Slæmt veður er á norðausturlandi en þar gengur á með norðanhríð þessa stundina og fram yfir hádegi. Veðurstofan varar við því að þar geti akstursskilyrði verið varasöm, ekki síst á fjallvegum. Meira »

Hættustig í Ólafsfjarðarmúla

06:34 Vegagerðin lýsti yfir hættustigi í Ólafsfjarðarmúla klukkan 22 í gærkvöldi og er vegurinn lokaður.  Meira »

Þjófar og fíkniefnasalar í haldi

06:23 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að nóttin hafi verið róleg í umdæminu en sex gista fangageymslur eftir nóttina.  Meira »

Leysigeisla beint að flugvél

06:17 Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning frá flugturninum í Reykjavik upp úr klukkan 21 í gærkvöldi um að grænum leysigeisla hefði verið beint að flugvél sem var að lenda á Reykjavíkurflugvelli. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu hefur gerandinn ekki fundist.   Meira »

Íslensku sauðfé fækkaði um 10%

05:30 Sauðfé á Íslandi fækkaði um 28 þúsund árið 2018 eða um rúm 6% samkvæmt bráðabirgðatölum búnaðarstofu Matvælastofnunar. Árið 2017 hafði sauðkindum fækkað um 18 þúsund og á þessum tveimur árum hefur kindum á landinu fækkað alls um tæp 10%. Meira »

Skattabreytingar tilkynntar bráðlega

05:30 Sex manna vinnuhópur stjórnvalda og aðila vinnumarkaðarins mun funda aftur í vikunni til að ræða aðkomu stjórnvalda að kjaradeilunni. Meira »

Kæfisvefn barna getur haft áhrif á heilsu þeirra

05:30 Rannsókn er að hefjast hér á landi á kæfisvefni barna. Talið er að 1-5% íslenskra barna þjáist af kæfisvefni og enn fleiri af miklum hrotum sem þarf að athuga með tilliti til áhrifa á heilsu barnsins. Meira »

Lítil bjartsýni við loðnuleit

05:30 Enn stendur yfir umfangsmikil loðnuleit á Íslandsmiðum en bræla fyrir norðan er til trafala fyrir framkvæmdina. „Vísindalega lítur þetta ekki vel út,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði. Meira »

Ávarpaði stóran útifund

05:30 Ögmundur Jónasson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra, ávarpaði um 30.000 manns á útifundi Kúrda í Strassborg á laugardaginn. Meira »

Höfnin ekki dýpkuð í vikunni

05:30 Til stendur að dýpka Landeyjahöfn um leið og tækifæri gefst. Spáin er óhagfelld næstu daga, þannig að lítið verður gert um sinn. Meira »

Ákvörðun um friðun Víkurgarðs kynnt í dag

05:30 Félagssamtökin Verndum Víkurgarð, sem berjast fyrir friðlýsingu Víkurkirkjugarðsins í miðbæ Reykjavíkur, komu saman í Iðnó á laugardaginn og hvöttu Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, til þess að ljúka friðlýsingu garðsins að austustu mörkum hans eins og þau voru skilgreind árið 1838. Meira »

Vara við öflugum hviðum þvert á veginn

Í gær, 21:14 „Það er að bæta í vindinn og úrkomuna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands varar við að það bætir í norðanhríðina á Norðausturlandi í kvöld og nótt og má því búast við varasömum akstursskilyrðum þar. Þá er von á öflugum hviðum undir Vatnajökli. Meira »

Ásgeir fái sína eigin seríu

Í gær, 20:07 Gerður Kristný skáld og félagar í dularfullum selskap sem kallast Ófærðarstofan leggja til að sá geðþekki lögreglumaður Ásgeir fái sína eigin sjónvarpsseríu í framhaldi af Ófærð 2. „Hann hefur unnið hug og hjörtu Ófærðarstofunnar. Við þurfum að fá að vita meira um það gæðablóð.“ Meira »

Bryndís segist vera fórnarlamb

Í gær, 19:11 „Mér finnst einhvern veginn eins og þessar konur, sem leyfa sér að kalla sig femínista, hati kynsystur sína jafnvel meira en karlpungana.“ Þannig hefst Facebook-færsla Bryndísar Schram, þar sem hún fjallar meðal annars um ásakanir Carmenar Jóhannsdóttur gegn eiginmanni sínum, Jóni Baldvin Hannibalssyni. Meira »

Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi

Í gær, 19:08 Lögreglan á Vesturlandi óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Akranesvegar og Akrafjallsvegar á föstudag. Meira »

Voru að losa bílana úr sköflunum

Í gær, 19:02 „Það féll gífurlegur snjór í nótt og það eru allar götur í bænum ófærar, nema þær sem hjálparsveitin er búin að ryðja,“ segir Margrét Jónsdóttir Njarðvík íbúi á Siglufirði. Björgunarsveitin Strákar hefur aðstoðað nokkra ökumenn við að losa sig úr sköflum í dag. Meira »

Nafngreindur maður vændur um lygar

Í gær, 18:05 „Efling tekur ásakanir um misnotkun fjármuna félagsins alvarlega,“ segir í yfirlýsingu frá Eflingu þar sem fréttaflutningur DV varðandi mál Rúmena sem störfuðu hjá starfsmannaleigunni Menn í vinnu ehf. er gagnrýndur. Meira »

Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði

Í gær, 18:02 Hvort það hafi verið hundalán eða kraftaverk að hundurinn Þota hafi skilað sér aftur heim á bæ í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal sex dögum eftir að hafa horfið sporlaust af bænum skal látið ósagt, en annað hvort var það. Í marga daga var Þotu leitað án árangurs, á meðan var hún grafin undir snjóflóði. Meira »

Breytingar Samskipa gefið góða raun

Í gær, 17:40 Ráðist var í umfangsmiklar breytingar á siglingakerfi Samskipa síðastliðið haust og hafa þær gefið góða raun. Felast breytingarnar meðal annars í því að bætt var við einu skipi, tveimur skipum skipt út fyrir stærri skip og loks var siglingakerfið endurskipulagt. Meira »
KRISTALS LJÓSAKRÓNUR
Glæsilegar kristalsljósakrónur fyrir falleg heimili. Handskornar kristalsljósak...
Til sölu blár Nissan Leaf.
2016 árgerð, ekinn 26 þús. sem nýr. 30 Kw. hraðhleðsla, vetrar/sumardekk, ljós i...
Bækur til sölu
Bækur til sölu Grjótbækur Kjarvals, 3 stk. ib., Old Nordisk Ordbog 1863, Eiríkur...
Bíll
Góður bíll til sölu. Toyota Avensis árg, 2001 ekinn 270 þús. Hefur verið í góð...