Launin hækkuðu um 80% í evrum
Laun á Íslandi hækkuðu um 80% í evrum talið á árabilinu 2013-2017, sé tekið mið af tölum Eurostat um launakostnað á vinnustund innan viðskiptahagkerfisins. Í frétt á vef Stjórnarráðsins segir að styrking krónunnar hafi valdið miklum vexti í kaupmætti í erlendri mynt á sama tíma og laun hækkuðu mikið.
Eru laun í Evrópu hvergi sögð hafa hækkað jafn mikið á þennan mælikvarða á undanförnum árum. „Hátt launastig hér á landi í alþjóðlegum samanburði endurspeglar sterka stöðu þjóðarbúsins og hátt raungengi sem er ein helsta ástæða þess að verðlag hér á landi er hátt þegar það er borið saman við önnur lönd,“ segir í fréttinni.
Samkvæmt rannsókn Eurostat var verðlag á Íslandi 66% hærra en að meðaltali í löndum ESB árið 2017. Í þeim samanburði er verðlag í krónum umreiknað yfir í verðlag í evrum og því hafa gengisbreytingar mikil áhrif á samanburðinn. Þegar krónan styrkist verða vörur sem verðlagðar eru í íslenskum krónum dýrari í evrum talið, samkvæmt útreikningnum og því hækkar verðlag sjálfkrafa á þessum samræmda mælikvarða.
Segir í fréttinni að styrking krónunnar á árunum 2013-2017 hafi aftur á móti stuðlað að lægra vöruverði hér á landi í íslenskum krónum og þannig aukið kaupmátt heimilanna. Afnám tolla og vörugjalda hafi svo stuðlað enn frekar að lægra vöruverði í mikilvægum vöruflokkum.
„Sterkt raungengi krónunnar í sögulegu samhengi endurspeglar ekki síst viðsnúning í viðskiptajöfnuði á undanförnum árum og sterka stöðu þjóðarbúsins. Laun hafa enda hækkað meira en verðlag eins og sést á meðfylgjandi mynd. Árið 2017 var launakostnaður á hverja vinnustund í evrum talið 74% hærri á Íslandi en að meðaltali í löndum ESB,“ segir í fréttinni.
Innlent »
- 35 teknir fyrir vímuakstur
- Matarboð fyrir einhleypa
- Skoða sæstreng milli Íslands, Noregs og Írlands
- Ratsjármæli farleiðir fugla
- Fá engin svör frá borginni
- Vegum lokað vegna ófærðar
- Norðanhríð fram yfir hádegi
- Hættustig í Ólafsfjarðarmúla
- Þjófar og fíkniefnasalar í haldi
- Leysigeisla beint að flugvél
- Íslensku sauðfé fækkaði um 10%
- Skattabreytingar tilkynntar bráðlega
- Kæfisvefn barna getur haft áhrif á heilsu þeirra
- Ávarpaði stóran útifund
- Höfnin ekki dýpkuð í vikunni
- Ákvörðun um friðun Víkurgarðs kynnt í dag
Sunnudagur, 17.2.2019
- Vara við öflugum hviðum þvert á veginn
- Ásgeir fái sína eigin seríu
- Bryndís segist vera fórnarlamb
- Lögregla óskar eftir vitnum að óhappi
- Voru að losa bílana úr sköflunum
- Nafngreindur maður vændur um lygar
- Lifði af sex sólarhringa í snjóflóði
- Breytingar Samskipa gefið góða raun
- Sakar Bryndísi um hroka
- Leita Jóns frá morgni til kvölds
- Röktu ferðir ræningja í snjónum
- Mismunar miðlum gróflega
- RÚV verði að gefa eftir
- Hvetja ráðherra til að ljúka friðlýsingu
- Varað við ferðalögum í kvöld og nótt
- Bátur á reki úti fyrir Austurlandi
- Betri undirbúningur hefði sparað vinnu og fé
- Selmu Björns boðið að skemmta í Ísrael
- Ekki fylgst með kílómetrafjöldanum
- Jóns leitað logandi ljósi í Dyflinni
- Höfðu beðið og leitað
- Lesendur „ekki bara einhverjir túristar“
- Stefán spyr um afdrif Hrekkjusvínanna
- Úlfur úlfur
- Höfðu afskipti af „virki“ í flugstöðinni
- Stefnir í góðan dag í brekkunum
- Sex skip voru við loðnuleit

- Svindlið nær allt til 2018
- Hóta að taka fé úr stýringu hjá Kviku
- Ásgeir fái sína eigin seríu
- Voru að losa bílana úr sköflunum
- Nafngreindur maður vændur um lygar
- Leysigeisla beint að flugvél
- Bryndís segist vera fórnarlamb
- „4 milljóna króna laun eru ekki hófleg“
- Sakar Bryndísi um hroka
- Mótmæla við Landsbankann