Rannsókn lyfjabyrlunar á frumstigi

Rannsókn málsins er á frumstigi.
Rannsókn málsins er á frumstigi. mbl.is/​Hari

Rannsókn máls þar sem grunur leikur á að konu hafi verið byrluð ólyfjan á skemmti­stað í Reykja­nes­bæ, þannig að hún hafi ekki getað spornað við því að brotið væri gegn henni, er á frumstigi.

Jóhannes Jensson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum, vildi ekkert tjá sig um rannsókn málsins og sagði að engir væru grunaðir.

Eins og fram kom fyrr í dag hafa lögreglu borist spurnir af því að fleiri konum hafi verið byrluð ólyfjan á skemmtistöðum á Suðurnesjum að undanförnu en kærur hafa ekki borist vegna þess.

Jóhannes segir að mál þar sem fólki er byrluð ólyfjan komi ekki oft upp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum.

Lögreglan ákvað að senda tilkynningu vegna málsins til að fólk hefði varann á sér. Mikilvægt sé að vera vakandi og fylgjast með vinum sínum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert