Björguðu ketti úr tré í Seljahverfi

Kötturinn hafði klifrað hátt upp í tré og sat þar …
Kötturinn hafði klifrað hátt upp í tré og sat þar fastur. Þessi mynd er úr safni mbl.is og tengist myndinni ekki beint. Ljósmynd/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út í kvöld til þess að bjarga ketti í Seljahverfi í Reykjavík sem hafði klifrað upp í tré og sat þar fastur.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu var köttur logandi lofthræddur og hafði setið fastur í trénu í einhverjar klukkustundir áður en slökkviliðið var kallað til.

Björgunaraðgerðin gekk að óskum og er kötturinn eflaust kátur með að vera laus úr klípunni.

Slökkviliðið bjargaði kettinum örugglega niður úr trénu.
Slökkviliðið bjargaði kettinum örugglega niður úr trénu. mbl.is/Eggert
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert