Ríkisstarfsmönnum fjölgaði frá 2015

Flugið. Ríkisstörfum á Suðurnesjum hefur fjölgað talsvert síðustu ár.
Flugið. Ríkisstörfum á Suðurnesjum hefur fjölgað talsvert síðustu ár. mbl.is/Jim Smart

Stöðugildum hjá ríkinu fjölgaði um tæplega 1.600 á þremur árum frá 2015 til 2017, þar af um 619 árið 2017. Alls voru liðlega 24 þúsund stöðugildi árið 2017.

Athygli vekur að á Suðurnesjum fjölgaði stöðugildum um tæplega 10% árið 2017, mun meira en á öðrum landssvæðum. Ríkisstörfum fjölgaði á öllum svæðum nema á Vestfjörðum þar sem hlutfallið var óbreytt milli ára.

Hópar í kvenlægum störfum, s.s. við kennslu og í heilbrigðisþjónustu, eru áberandi í stöðugildum ríkisins. Konur eru í öllum landshlutum í meirihluta í ríkisstörfum nema á Suðurnesjum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert