Dönsuðu af krafti gegn ofbeldi

mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þetta var hrikalega vel heppnað og metmæting,“ segir Marta Goðadóttir, herferða- og kynningarstýra UN Women á Íslandi, um viðburðinn Milljarður rís sem fram fór í Hörpu í hádeginu, en alls voru tíu viðburðir haldnir víðs vegar um landið.

„Það var ótrúlega mikið konfettí, ótrúlega margt fólk og megastemmning. Það er greinilegt að fólk er tilbúið að dansa af krafti gegn ofbeldi og það var geggjað að finna þennan samtakamátt.“

mbl.is/Kristinn Magnússon

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ávarpaði þá sem mættu á Milljarður rís til þess að dansa fyrir heimi þar sem allir, óháð kyni og kynhneigð, fá að njóta sömu tækifæra án ótta við ofbeldi.

„Lilja Dögg var algerlega frábær og talaði frá hjartanu. Hún var þarna sem sameiningartákn í þessari baráttu,“ segir Marta.

Þú og ég, Amabamadama, Auður, Svala Björgvins, GDRN, Högni, Daníel og Cell7 léku fyrir dansi í Hörpu við góðar undirtektir eins og sjá má á ljósmyndum ljósmyndara mbl.is.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert